Tanzanía
er ríki í Austur-Afríku, rétt sunnan miðbaugs, 942.799 km² að
flatarmáli. Indlandshaf er
austan þess, og átta lönd liggja að því: Kenja, Úganda, Rwanda, Búrúndí,
Kongó (Kinshasa), Zambía, Malawi og Mozambique.
Landið
fékk sjálfstæði árið 1964, þegar löndin Þanzibar og Tanganyika
sameinuðust. Tanganyika á
meginlandinu er u.þ.b. 99% af heildarflatarmálinu.
Mafia-eyju er stjórnað frá meginlandinu en Zanzibar og Pema hafa
eigin stjórn. Dodoma, á
meginlandinu, hefur verið höfuðborg landsins síðan 1974.
Dar es Salaam, stærsta borg landsins, er engu að síður setur
flestra opinberra stofnana og stjórsýslumiðstöð landsins.
Hún er jafnframt stærsta hafnarborgin. |