Pembaeyja er í
Indlandshafi, 56 km frá strönd Austur-Afríku út frá hafnarborginni Tanga
í Tanzaníu. Flatarmál hennar er 984 km² og hún er 67 km löng og 22 km
breið. Hið arabíska nafn hennar þýðir „Græna eyjarn” og gefur til kynna,
að hún sé frjósamari en systureyjan Zanzibar, 48 km suðaustar. Hvergi
annars staðar í heiminum er framleitt meira af negul. Líkt og á
Zanzibar hefur menningin og íbúarnir orðið fyrir miklum áhrifum frá
miklum fjölda innflytnenda frá meginlandi Afríku, Indlandi og
Miðausturlöndum. Aðalbærinn á Pembaeyju er Wete á vesturströndinni.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1988 var rúmlega 65 þúsund. |