Dodoma Tanzanía,
Flag of Tanzania

Booking.com


DODOMA
TANZANÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Dodoma, höfuðstaðru Tanzaníu síðan 1974 er inni í landi, 480 km frá Indlandshafi.  Hún er í 1135 m hæð yfir sjó í strjálbýlu landbúnaðarhéraði, sem selur vörur sínar á markaði í borginni (jarðhnetur, kastorbaunir, sólblómafræ, gúmkvoðu, maís, hrísgrjón, hveiti, kaffi, te, tóbak og hirsi).  Kaffibaunir og sísalplöntur eru ræktaðar í norðurhluta héraðsins og nautgriparækt er mikilvæg búgrein um allt hérað.  Dodoma er í flug-, vega- og járnbrautarsambandi við Aruxha, Dar es Salaam og Tanga.  Flutingur höfuðborgarinnar frá Dar es Salaam hófst snemma á níunda áratugi 20. aldar og því átti að vera lokið í kringum 1990.  Íbúar borgarinnar lifa aðallega á landbúnaði á smájörðum í næsta nágrenni borgarinnar.  Flestir þeirra eru af ættkvíslunum gogo, sanawe, rangi og burungi.  Framleiðsluvörur borgarinnar eru timbur, húsgögn, drykkjarvörur, matvæli, hrísgrjón og hveiti, sápa og olía.  Áætlaður íbúafjöldi 1978 var tæplega 46 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM