Mali
er landlukt ríki í miðri Vestur-Afríku, 1.240.192 km² að flatarmáli.
Norðan þess er Alsír, Níger og Burkina Faso í austri, Fílabeinsströndin
og Guinea í suðri og Senegal og Máritanía í vestri.
Höfuðborgin
er Barnako. Landið var hluti
af Frönsku Vestur-Afríku frá 1898 en fékk sjálfstæði 1960.
Á þessu tímabili var landið þekkt undir nafninu Franska-Súdan.
Núverandi nafn, sem var tekið upp eftir að sjálfstæði fékkst,
er dregið af nafni forns stórveldis og keisaradæmis við mið- og efri
hluta Nígerárinnar. Þar réðu
Malinke (Mandingo) ríkjum frá 13. til 16. aldar. |