Guinea meira,
Flag of Guinea

ÍBÚARNIR
TÖLFRĆĐI
NÁTTÚRAN SAGAN NIGERFLJÓTIĐ

GUINEA
MEIRA

Map of Guinea
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Landinu er skipt í fjórar landfrćđilegar heildir, Neđri-Gíneu, Fouta Djallon, Efri-Gíneu og skógarsvćđiđ.  Neđri-Gínea nćr yfir ströndina og strandsléttuna.  Ţetta svćđi hefur breytzt verulega vegna ţess, ađ sjór hefur gengiđ á land og myndađ víkur og nes, ţar sem voru áđur dalir og hćđir á milli ţeirra.  Fjöldi eyja fyrir ströndinni voru fyrrum hćđir á meginlandinu.  Ţá tekur viđ öldótt strandsléttan til austurs og síđan klettaröđlar Fouta Djallon-hálendisins, í norđri viđ Verga-skaga og í suđri viđ Kaloum-skaga.  Strandsléttan er breiđust 80 km í suđri og mjókkar í 48 km til norđurs.  Berggrunnur hennar er granít og gneiss en á yfirborđi er rauđur jarđvegur, sem inniheldur mikiđ af járnoxíđi og álvatnsoxíđi, sandsteinn og möl.

Fouta Djallon-hálendiđ
rís bratt upp frá strandsléttunni í kerfum ţverhníptra misgengisstalla.  Heildarflatarmál ţess er í kringum 75.000 km˛ og ţar af eru u.ţ.b. 12.500 ofan 900 m hćđar yfir sjó.  Fouta Djallon er gríđarstórt sandsteinssvćđi, sem stöllóttir árdalir međ berggöngum og öđrum ummerkjum fornrar eldvirkni, skipta í hásléttur  Loura-fjall í grennd viđ borgina Mali í norđurhlutanum er hćsti stađur Fouta Djallon (1538m).

Fouta Djallon er upptakasvćđi ţriggja mestu fljóta Vestur-Afríku.  Nígerfljótiđ og nokkrar ţverár, s.s. Tinkisso, Milo og Sankarani, eiga upptök sín á hálendinu og renna ađ mestu til norđausturs um Efri-Gíneu til Mali.  Bafing- og Bakoyárnar, upptakakvíslar Senegalfljótsins, renna til norđurs inn í Mali áđur en ţćr sameinast.  Gambíufljótiđ rennur til norđvesturs áđur en ţađ rennur yfir Senegal og Gambíu. Ţarna eru einnig upptök fjölda smćrri vatnsfalla, s.s. Fatala, Konkouré og Kolenté, sem renna til vesturs um strandsléttuna til Atlantshafs.  Afrennsli skógarsvćđisins er ađ mestu til suđvesturs um Sierra Leone og Líberíu.  Hl. Pálsáin rennur til Atlantshafs skammt frá Monróvíu í Líberíu og Moaáin stemmir ađ ósum viđ Sulima í Sierra Leone.

Efri-Gínea nćr yfir Nígerslétturnar, sem hallar til norđausturs ađ Sahara.  Flatneskjan er rofin međ ávölum graníthćđum og klettaröđlum Fouta Djallon.  Berggrunnur ţessa svćđis er granít, gneiss og annađ kristallađ berg.  Međalhćđ svćđisins yfir sjó er u.ţ.b. 300 m.

Skógarsvćđiđ (Gíneuhálendiđ) er hćđóttur og sögulega einangrađur landshluti í suđausturhlutanum.  Á landamćrunum ađ Líberíu og Fílabeinsströndinni er hćsti hluti ţessa svćđis, Nimbafjall (1752m).  Berggrunnur ţess er sams konar og í efri Gíneu.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM