Flóra og fána.
Ströndin er ţakin fenjatrjám og uppi á strandsléttunni eru
olíupálmar. Fouta Djallon er ađ mestu opiđ land međ
trjágróđri í hinum breiđari árdölum. Í Efri-Gíneu vaxa
margar tegundir hávaxinna grasa á steppunum, sumar verđa
allt ađ ţriggja metra háar um regntímann. Lauftré vaxa
í strjálum breiđum en eru sjaldnast arđbćr. Baobab- og
shea-tré nýtast vegna ávaxta og olíu. Skógasvćđiđ nćr
yfir regnskóga međ tekk-, mahóní- og íbenholttrjám.
Stór svćđi í skógunum hafa veriđ rudd til rćktunar.
Lítiđ er um stór,
villidýr í landinu. Babúnar og hýenur eru algengar tegundir og sums
stađar finnast villisvín, nokkrar tegundir antilópna og stundum kemur
fólk auga á hlébarđa. Nokkrir flóđhestar og manatí-hvalir eru í
fljótunum. Međal eitrađra snáka eru mamba, höggormur, kóbra og pýton
auk fjölda meinlausra tegunda. Krókódílar og margar fiskategundir eru í
flestum ám.
Loftslag.
Í landinu ríkir hitabeltisloftslag međ tveimur árstíđum, ţurrkatímanum
(nóvember til marzloka) og regntímanum (apríl til októberloka).
Ţegar trópíska skilasvćđiđ (ITCZ) gengur yfir í júní,
rignir mest, og ţegar ţađ fćrist til suđurs í nóvember, blćs
heitur harmattan-vindurinn úr norđaustri frá Sahara.
Á strandlengjunni skiptist á sex mánađa ţurrkatími og sex mánađa
regntími. Međalársúrkoman
í Conakry er 4300 mm og međalárshiti 27°C.
Á Fouta Djallon-svćđinu er síđdegishitinn í janúar milli
30°C og 35°C en á kvöldin fer hann niđur í 10°C.
Úrkoman er mismikil á svćđinu, frá 2470 mm til 2320 mm og árlegur
međalhiti í kringum 25°C.
Í efri Gíneu minnkar úrkoman í 1500 mm á ári.
Á ţurrkatímanum er algengt ađ hitinn fari upp í 40°C í norđausturhlutanum.
Á skógarsvćđinu (Macenta) getur úrkoman fariđ upp í 2700
mm á ári. Desember, janúar
og febrúar eru einu mánuđirnir, sem eru nokkurn veginn úrkomulausir.
Á lćgri svćđum er hitastigiđ svipađ og á strandsvćđunum. |