Benín,
Flag of Benin

COTONOU PARAKOU PORTO-NOVO Meira

BENÍN
.

.

Utanríkisrnt.

 

Map of BeninBenín er ríki í Vestur-Afríku, 112.600 km² að flatarmáli.  Það er u.þ.b. 694 km langt og mjótt frá Guinea-flóa til norðurs.  Strandlengjan við Guinea-flóann er 124 km löng frá ósum Nígerfljóts, sem myndar hluta norðurlandamæranna við Níger.  Norðan Benín er Burkina Faso, Nígería í austri og Tógó í vestri.  Opinber höfuðborg landsins er Porto-Novo en Cotonou er stærst borga landsins og aðalhafnarborgin.

Benín var frönsk nýlenda frá síðari hluta 19. aldar til 1960. Áður en þetta svæði varð nýlenda voru þar nokkur öflug konungsdæmi Bariba í norðri og Porto-Novo og Dahomey í suðri.  Dahomey varð til úr nafni konungsins Dan.  Konungshöll var byggð á gröf hans (Dan-ho-me = á maga Dans).  Síðla á 19. öld notuðu frönsku nýlenduherrarnir þetta gamla nafn fyrir nýlendu sína en núverandi nafn er dregið af Benínflóa.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM