Cotonou Benín,
Flag of Benin


COTONOU
BENÍN

.

.

Utanríkisrnt.

Cotonou, fyrrum Dahomey, er hafnar- og höfuðborg Benin að nafninu til við Guineaflóa.  Hún er við annan enda Benin-Niger-járnbrautina, sem teygist 439 km inn í landið og endar í Parakou.  Vöruflutningar ná 322 km lengra að skipgengu Nigerfljótinu.  Byggingu hafskipahafnarinnar í Cotonou var lokið árið 1965.  Borgin er stærsta þéttbýlið í landinu og miðstöð efnahagslífsins.  Iðanaðurinn þar byggist á bruggun öls, vefnaðarframleiðslu og pálmaolíu.  Hún er stjórnsýslusetur og þar er Ríkisháskólinn, sem var stofnaður árið 1970.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1992 var rúmlega 533 þúsund.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM