Parakou er stjórnsýslumiðstöð
Borgou-héraðs í Mið-Benín í Vestur-Afríku.Þar er umferðarmiðstöð fyrir Benín-Níger-járnbrautina,
sem var upphaflega ætlað að ná alla leið að Nígerfljótinu.Brautin liggur norður frá Cotonou, aðalhafnarborginni við
Guineaflóa, þaðan sem vörur eru fluttar um vegakerfið til Nigerfljóts
og inn í Níger.Áætlaður
íbúafjöldi árið 1982 var tæplega 66 þúsund.