Angóla
er ríki í Suðvestur-Afríku (4°22’-18°03’S11°41’-24°05’A),
1.246.700 km” að flatarmáli með Cabinda hlutanum, sem er við
Atlantshafið norðan landamæra Angóla-Kongó..
Það er nokkurn veginn ferhyrningslagað, 1300 km breitt.
Norðan Angóla er Kongó (Brazzaville), Kongó (Kinshasa) að norðaustan,
Zambía að suðaustan, Namibía að sunnan og Atlantshafið að vestan.
Landamæri ríkisins eru tæplega 5000 km löng og Strandlengjan tæplega
1700 km. Höfuðborgin er
Luanda.
Angóla
er næststærsti framleiðandi hráolíu á afríska meginlandinu sunnan
Sahara og auðugast
portúgölskumælandi ríkja Afríku.
Áhrifa Portúgala hefur gætt í landinu síðustu fimm aldir en
landið fékk núverandi landamæri sín 1891.
Angólamenn börðust fyrir sjálfstæði sínu frá 1961 og fengu
það 1975. Í kjölfar þess
fylgdi geysilega heiftug borgarastyrjöld, sem skildi landið eftir í
rústum. |