Namibe (Moçâmedes
til 1982) er hafnarborg í suðvesturhluta Angóla.
Brasilíumenn, sem dvöldu á þurrkasvæði á ströndinni við
rætur Huíla-sléttunnar um miðja 19. öldina stofnuðu borgina.
Hún var sambandslaus við innlandið þar til lokið var við
lagningu járnbrautarinnar (hófst 1905) til Vila Serpa Pinto (nú
Menongue) 755 km austar. Járnbrautin
hraðaði þróuninni inni landinu en íbúar Namibe byggðu afkomu sína
á fiskveiðum og lífið gekk sinn vanagang þar til járn fannst í
Kassinga og 56 km langt hliðarspor var lagt þangar frá Dongo 1967.
Höfn borgarinnar var stækkuð af þessum sökum.
Stjórnsýslubyggingar standa í þyrpingu meðfram lágum
klettum í átt út frá borginni en viðskiptahverfið er niðri við
sjó. Áætlaður íbúafjöldi árið 1987 var 77 þúsund. |