UNGVERJALAND
MEIRA

Map of Hungary

Ungverjaland meira,
Flag of Hungary

SAGAN SAGAN NÁNAR    

.

Utanríkisrnt.

Í landinu ríkir meginlandsloftslag og úrkoma er víðast undir 700 mm á ári.  Meðalárshiti er 10,3°C, janúarhiti = -1°C - -3,1°C, júlíhiti = 21,2°C.  Úrkoma er lítil á sumrin nema í þrumuveðrum.  Sólskinsstundir á ári eru rúmlega 2000, mest sólskin frá maí til september.

Auk Ungverja (magyara) búa 200.000 Þjóðverjar, 110.000 slóvakar, 10.000 serbar og króatar og 25.000 Rúmenar í landinu.  Rúmlega helmingur íbúanna býr í borgum og bæjum.  Vinnuaflið er u.þ.b. 5,5 milljónir. 

95% þjóðarinnar tala ungversku sem móðurmál.  Hún er líka töluð í hluta Tékklands, Slóvakíu, Rúmeníu (Siebenburgen), Júgóslavíu (Wojvodina), Austurríkis (Burgenland) og Sovétríkjanna (Karpatóúkraínu).  Tungumálið tilheyrir Finnsk-úrgíska málaflokkn-um, skyld finnsku, eistnesku og norður-asískum málum.  U.þ.b. 66% þjóðarinnar eru rómversk-katólsk og 25% mótmælendur.

Ungverjaland er fátækt af náttúruauðlindum.  Brúnkol finnast hjá Tatamánja og Borsoder, steinkol í takmörkuðum mæli hjá Récs og jarðolía og gas vestan Balatonvatns og á Alföldsléttunni.  Á Borsodersvæðinu fást 15-20% þess járns, sem notað er í landinu.  Mikið af mangan og báxíti finnst norðan Balatonvatns.

Iðnaður hefur margfaldast frá síðari heimsstyrjöldinni.  Framleiðsla hefur sjöfaldast frá 1950 og útflutningur iðnaðarvara er rúmlega 50% af þjóðarframleiðslunni (áður landbúnaðarvörur).  Vélaframleiðsla og námagröftur eru í efstu sætum.  20% útflutningsins er matvara.  Talsverður efna- og lyfjaiðnaður.  Utanríkisviðskipti eru 40% af þjóðarframleiðslunni.

Landbúnaðurinn stendur undir 18,2% þjóðarframleiðslunnar með 25% vinnuaflsins.  U.þ.b. 94% landbúnaðarins er rekinn á félagslegum grundvelli, 11,7% í ríkiseign og 82,3% í eigu sam-eignarfélaga.  90% landsins eru nýtt til landbúnaðar.  Aðalræktunin fer fram vestan Dónár, þar sem loftslag er hagstæðast, einkum hveiti og maís.  Á austanverðri sléttunni er Theiss notuð til áveitna fyrir sams konar ræktun.  Vín-, ávaxta- og grænmetisræktun er víða mikil.  Kvikfjárrækt er mest á vesturhluta stóru sléttunnar.

Skipulag alþýðulýðveldisins byggðist á stjórnarskránni frá 20. ágúst 1949.  Þingið var ein deild, 352 þingmenn, kosnir 4 hvert ár.  Þingið valdi miðstjórnina (21), sem valdi einn úr sínum hópi til að koma fram út á við fyrir sína hönd.  Þingið valdi líka, að forlagi miðstjórnar, ráðherra og forsætisráðherra.  Flokkurinn var hinn ungverski, félagslegi verkamannaflokkur.  Landið skiptist í 19 kjördæmi og 5 borgir, sem hafa sjálfstjórn í innri málum.

Matur og drykkur.  Ungversk matargerðarlist og vín hafa gott orð á sér (bæði verð og gæði).  Hún hefur þróast um aldir og byggist á blöndu af hefðum Ungverja, Tyrkja og annarra Balkanþjóða.  Undirstaðan er svínaspik og paprika, sem Tyrkir höfðu með sér á 18.öld.  Margir réttir eru bragðbættir með rjóma og oft sambökuð feiti, hveiti, paprika og annað krydd.

Gúllassúpa er löguð úr nautakjöti, lauk, papriku, kartöflum og kryddi.
Fiskisúpa er upprunnin frá Balaton og Theiss (Halászlé).  Í henni er fiskur, grænmeti, paprika og annað krydd.
Innyflasúpa (Lebbencsleves):  Kartöflur, innmatur, hveitideig, spik, laukur og paprika.

Hænsnasúpa (Újházer) er aðalréttur.
Í landi, þar sem kvikfjárrækt er mikil, er kjöt mikið notað sem hráefni í mat.  Um er að ræða tvær aðalaðferðir við matargerð úr kjöti, fuglakjöt og villibráð (Pörkölt og Paprikasch).  Pörkölt líkist því gúllasi, sem við þekkjum.
Meðal aðalrétta Ungverja eru:  Paprikuhæna, læri að Budapest-hætti, kálfakjötsbitar og heilsteiktur grís.

Með öllum steiktum kjötréttum fæst grænmetissalatið Lecsó úr gufusöðnum tómötum, paprikubelgjum, lauk og kryddi (tvö síðustu soðin í svínafeiti).
Meira er um hvítvín en rauðvín.  Þau teljast með beztu vínum í Evrópu.
Aprikósusnaps (barak pálinka), kirsuberjasnaps, jurtalíkjörar o.fl.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM