Ungverjaland sagan,
Flag of Hungary

NÁNAR . . .

UNGVERJALAND
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Í Ungverjalandi finnast allt ađ 30.000 ára gamlar mannvistarleifar.  Fyrstu 1000 árin f.Kr. komu skytar og keltar til ţessa svćđis

10 e.Kr.  stofnuđu Rómverjar nýlenduna Pannóníu sunnan og vestan Dónár.

4.-8.öld.  Attila húnakonungur lagđi undir sig Theiss-sléttuna, en gepidar boluđu húnum brott dauđa Attila áriđ 453.  Áriđ 567 tóku langbarđar og avarar viđ.  Áriđ 796 lagđi Karl mikli svćđiđ undir sig.

896 komu 7 ungverskir ţjóđflokkar frá Úral á landiđ milli Theiss og Dónár.

955 sigrađi Otto I Ungverja, sem náđu ţó fótfestu og sátu sem fastast.

997-1038  Ungverskt ríki stofnađ undir Stefáni I og kristni tekin upp.  Á 11. öld sameinuđust Slóvakía og Króatía Ungverjalandi og síđar Dalmatía og Bosnía.

1241-1242  eyddu mongólar Ungverjalandi.  Béla IV (1235-70) lét byggja kastala um allt land.

1301  Viđ lát Andreasar II (frá 1290) dó Arpadaćttin ut og konungar urđu erlendir til 1918 ađ Matthíasi I undanskildum.

1342-1382  Lúđvík I (hinn mikli) geerđi Ungverjaland ađ voldugu ríki og borgarastéttin elfdist.  Háskóli var reistur í Pécs.

1367  Lúđvík I varđ konungur Pólverja.

1387-1437  Sigismund af Luxemburg varđ ţýzkur konungur 1410, 1420 konungur Bćheims og 1433 keisari.  Hann sigrađi Tyrki viđ Nikopolis 1396.  Völd eignaađals jukust.

1437-1439  Albrecht II af Austurríki tók viđ af Sigismund međ erfđum og innlimađi löndin ţrjú í veldi Habsborgara.

1440  Ađ Albrecht II látnum urđu báđir synir hans konungar (1440-44; 1440-57)

1446-1456  Barđist János Hunyadi, ríkisráđsmađur, gegn kröfum Habsborgara.  Áriđ 1456 sigrađi hann Tyrki glćsilega viđ Belgrad.  Viđ ţađ komst á  tilskipun Kalixtus II, páfa, um bjölluhringingar í hádegi dag hvern í Evrópu.

1458-1490  Sonur Hunyadis, Matthías, náđi Mähren, Slésvík, Lausitz, Neđra-Austurríki og hluta Kärntern undir Ungverjaland og bjó í Vín frá 1485.  Jagellone Wladislaw II (1490-1516) varđ ađ láta af hendi landvinningana og viđurkenna erfđakröfur Habsborgara.


1526  féll Lúđvík II í orrustunni viđ Tyrki viđ Mohács.  Ferdinand I tók viđ.  Ungverjalandi var skipt í ţrennt:  Norđvesturhlutann undir Habsborgurum, Siebenburgen sjálfstćtt ríki ađ mestu leyti og tyrkneskt svćđi.

1663-1664  Tyrkir sigrađir í bardaganum viđ Raab (sigurinn kenndur viđ St. Gotthard).  Viđ friđarsamningana í  Vasvár (Eisenburg) losnuđu Ungverjar ţó ekki undan ţeim.

1669-1671  Stóreignaađallinn snérist  gegn Habsborgurum undir forystu Imre Thököly fursta og međ ađstođ Tyrkja.  Orsökin var óánćgja međ friđarsamningana 1664 og öflug gagnsiđbót.

1683-1699  Í Tyrkjastríđinu mikla settist ósmanski herinn um Vín en var sigrađur endanlega viđ Kahlenberg (1683).


1686  frelsađi Karl af Lótringen Buda, 1688 Belgrad og 1691 Siebenburgen. Eftir orrustu viđ Zenta voru gerđir friđarsamningar í Karlowitz.  Ţeir leiddu af sér frelsun Ungverjalands.

1687  Í ţinginu í Preßburg (Pozsony) viđurkenndu ađall og stéttir landsins ćvarandi erfđarétt Habsborgara til ungversku krúnunnar.

1703-171  Kurutzen-uppreisnin.  Andstćđingar Habsborgara sameinuđust Ference II af Siebenburgen.  Tilraunir til ađ fá stuđning Frakka mistókust og allt fór út um ţúfur.

1716-1718  Eugen prins af Savoy (1663-1736) vann marga sigra á Tyrkjum og tók Belgrad

1717  Friđarsamningar í Passarowitz fćrđu Habsborgurum Banat aftur.

1740-1780Undir Maríu Theresíu.  Svabar fluttu í hópun á landbúnađarsvćđin, sem Tyrkir yfirgáfu.

1780-1790  Jósef II.  Ţýzka varđ stjórnarmál í stađ Latínu.  Átthagafjötrar afnumdir.  Margar kirkjureglur voru leystar upp.  Ađallinn mótmćlti en hafđist ekki ađ.

1792-1835  Frans I. (ţýzk-rómanskur keisari til 1806 undir nafninu Frans II) lét lífláta ungverska jakobína og foringja ţeirra, Ignác Martinovics.

1815-1848  István Széchenyi, greifi, kom á umbótum í viđskiptum og kom á fót vísindastofnunum.  Lajos Kossuth barđist fyrir auknum réttinum borgara og bćnda.  Á árunum 1836-40 varđ ungverska ríkismál.

1848-1849  Ítrekađar uppreisnir gegn Habsborgurum.  Hirđin í Vín kvađst vilja málamiđlun en Frans Jósef I barđi sjálfstćđishugmyndir  Ungverja niđur međ ađstođ Rússa, ţegar Kossuth lýsti Ungverjaland sjálfstćtt ríki á ţjóđţinginu í Debrecen.

1867  Samningar viđ Habsborgara.  Tvíveldiđ Austurríki/Ungverjaland.  Keisarinn í Vín varđ konungur í Budapest.

1918  Tvíveldiđ féll.  Lýđveldi stofnađ 16. nóvember.

1919  Hinn 21. marz afhenti Mihály forseti Bela Kun og kommúnistum völdin.  Ţeir stofnuđu ráđstjórnarlýđveldi, sem leystist upp 31. júlí.  Konungsríki stofnađ undir stjórn Miklós Horthy ađmíráls.

1920  Viđ friđarsamningana í Trianon tapađi Ungverjaland Siebenburgen til Rúmeníu, Slóvakíu til Tékkóslóvakíu,
Burgenland til Austurríkis og hluta Suđur-Ungverjalands og Króatíu til Júgóslavíu.


1938  Ungverjaland hallađist ađ Hitler og barđist gegn Rússum.

1944  Ţjóđverjar hernámu landiđ 19. marz.  Útlagastjórn var stofnuđ í Debrecen og hún sagđi Ţjóđverjum stríđ á hendur og samdi vopnahlé viđ Rússa.

1945  Hersetu Ţjóđverja lauk 4. apríl.

1949  Stjórnarskrá alţýđulýđveldisins Ungverjalands birtist.

1956  Ungverjar gerđu uppreisn 23. oktober og Rússar bćldu hana niđur.  Margir flúđu.

1973  Stjórnmálasamband var tekiđ upp viđ BDR.

1980  Helmut Schmidt, kanslari BDR, heimsótti Budapest.

1984  Helmut Schmidt, kanslari BDR, kom í ađra heimsókn til viđrćđna.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM