Qatar meira,
Flag of Qatar

ÍBÚARNIR STJÓRNSÝSLA SAGAN .

QATAR
MEIRA

Map of Qatar
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

EFNAHAGSLÍFIР  Olían er efnahagslegur grundvöllur landsins (u.þ.b. 30% af vergri þjóðarframl.).  Búizt er við, að þessi auðlind þrjóti eftir 25 ár miðað við svipaða nýtingu og síðan taki við nýting náttúrugass og nýjar atvinnugreinar.  Tekjuliður fjárlaga árið 1995 nam u.þ.b. US$ 2,5 miljörðum og gjöld voru US$ 3,5 miljarðar.  Verg þjóðarframleiðsla (1992-94) var US$ 7,8 miljarðar (US$ 14.540.- á mann), líkt og í vestrænum iðnríkjum.

Olía fannst árið 1939 og tíu árum síðar hófst nýting hennar.  Árið 1974 stofnaði ríkisstjórnin fyrirtæki (Qatar General Petroleum Corporation) um nýtingu hennar, sem hafði verið í höndum erlendra fyrirtækja.  Qatar er í OPEC.  Árið 1994 nam framleiðslan 401.700 tunnum á dag, sem var lítið eitt meira en kvóti OPEC fyrir landið.  Nýting náttúrugass nam í fyrstu 22,67 miljónum rúmmetra á dag.

Landbúnaður og fiskveiðar.  Landbúnaður er stundaður til að mæta þörfum markaðarins innanlands og u.þ.b. 3% vinnuaflsins eru bundin í honum.  Stefnt er að fjölgun áveitna til að gera landið sjálfu sér nægt með afurðir.  Kvikfjárrækt er aðalgreinin, þótt talsvert sé ræktað af ávöxtum og grænmeti.  Árið 1993 voru 143.000 geitur, 165.000 kindur, 42.900 úlfaldar og 11.700 nautgripir í landinu.  Fiskveiðar og vinnsla eru mikilvægar atvinnugreinar, þótt ársaflinn árið 1993 næmi aðeins 6900 tonnum.

Iðnaður.  Olíugróðínn er að hluta nýttur til þróunar iðnaðar.  Meðal framleiðsluvara eru sement, áburður og olíuvörur.

Gjaldmiðill og erlend viðskiptiGjaldmiðill landsins er Qatar ríal = 100 dirham.  Milliríkjaviðskipti landsins árið 1994:  Útflutningur nam US$ 2,9 miljöðrum (rúmlega 90% olía og olíuvörur) og innflutningur US$ 2 miljörðum.  Aðalviðskiptalönd eru Japan, Bretland, BNA og Þýzkaland.

Samgöngur.  Engar járnbrautir eru í Qatar.  Síðla á níunda áratug 20. aldar var vegakerfið 1080 km langt (u.þ.b. 67 m/slitlagi).  Millilandaflugvöllur er við Doha.  Fjögur dagblöð eru gefin út í landinu, þar af eitt á ensku.  Snemma á tíunda áratugnum var fjöldi sima 160.000, viðtækja 200.000 og sjónvarpstækja 205.000.

QATAR AÐALSÍÐA

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM