Qatar
er sjálfstætt ríki í Miðausturlöndum.
Það er eitt Persaflóaríkjanna og er á Qatar-skaganum á
austurhluta Arabaskagans. Sunnan
landsins er Sádi-Arabía og Sameinuðu furstadæmin.
Þessi landamæri eru óglögg en áætlað heildarflatarmál
landsins er 4416 km². Höfuðborgin
er Doha. Qater-skaginn er
flatlendur og liggur hæst á klaksléttu í vesturhlutanum (40m).
Suðurhlutinn
er sendinn en aðrir landshlutar eru gróðurlausir nema allra nyrzt.
Loftslagið er mjög heitt og þurrt, 16,7°C í janúar og 36,7°C
í júlí. Talsverður loftraki
er á sumrin (maí-október), en meðalúrkoman er oftast minni en 127 mm á
ári. Einu náttúruauðæfin
eru olía og gas. North Dome-svæðið
er stærsta þekkta gassvæði jarðar, sem er ekki tengt olíusvæðum.
24.
heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Doha í Katar
í janúar 2015
Íslendingar eru í riðli með, Alsir, Egyptalandi, Frakklandi, Svíþjóð
og Tékklandi.
|