Doha Qatar,
Flag of Qatar


DOHA
QATAR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Doha (ad-Dawhah) við Persaflóa er stærsta borg og höfuðborg Qatar.  Hún er með manngerða hafskipahöfn, sem var opnuð 1969 og er mikil umskipunarmiðstöð við Persaflóa.  Rækjuveiði- og vinnsla er talsverð.  Háskóli Qatar (1973) og Þjóðminjasafnið (1975) eru í borginni.  Meðal þekktra kennileita eru markaðurinn og stjórnarráðið (1969).  Rúmlega helmingur landsmanna býr í Doha.

Fyrrum var Doha lítið fisk- og perluveiðiþorp, sem sjóræningjar leituðu skjóls í (al-Bida-höfnin) fram á 19. öld.  Árið 1916 varð það að stjórnsýslumiðstöð Breta á verndarsvæði þeirra.  Bærinn óx hratt eftir að olíuútflutningur hófst 1949 og færði landsmönnum fúlgur fjár.  Árið 1971 varð Doha að höfuðborg hins sjálfstæða ríkis.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var tæplega 300 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM