Qatar sagan,
Flag of Qatar


QATAR
 SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Qatar hefur verið byggt allt frá steinöld.  Ættflokkar kananíta eru fyrstu kunnu íbúarnir.  Síðar lutu landsmenn stjórn ýmissa stjórnenda.  Sargon frá Akkad réðu ríkjum á árunum 2335-2279 f.Kr. og á fyrstu teinöld f.Kr. var landið líklega hluti Dilmun-bandalagsins.  Islam ruddi sér til rums á 7. öld e.Kr. og landið varð hluti af kalífadæminu og ríki Ottómana.

Íranar réðust inn á Arabíuskaga 1783 eftir að Al Khalifah-fjölskyldan fluttist til Qatar 1766 en voru hraktir til baka.  Al Khalifah-fjölskyldan fluttist til Bahrain-eyjar, þar sem hún komst til valda en Qatarbúar gerðu uppreisn gegn henni 1867.  Al Khalifah-fjölskyldan ríkti í landinu með stuðningi stjórnenda Abu Dhabi og lögðu Dohaborg í eyði.  Bretar hófu afskipti af þessum heimshluta vegna yfirgangs sjóræningja og komu Al Thani-fjölskyldunni til valda í Qatar.  Þessi fjölskylda umbar yfirráð Ottómana en tilraun þeirra til að koma her fyrir í landinu leiddi til uppreisnar landsmanna árið 1893.  Árið 1916 varð landið að brezku verndarsvæði undir stjórn Al Thanis.

Qatar var lýst sjálfstætt ríki, þegar Bretar fóru árið 1971 og síðan varð landið meðlimur í Sameinuðu þjóðunum.  Upphaflega var ætlunin að landið yrði hluti af Sameinuðu arabísku furstadæmunum en svo var ákveðið að það yrði sérstakt ríki.  Árið 1972 ýtti Khalifa bin Hamad al-Thani frænda sínum, hinum ríkjandi emir Ahmad bin Ali al-Thani, frá völdum.  Hann hóf nútímavæðingu og byggði upp margs konar iðnað (stál, áburður).  Qatar hallaði sér að Sádi-Arabíu í utanríkismálum og tók verulegan þátt í deilum Ísraela og araba.

Sífelldur ágreiningur milli Qatar og Bahrain um yfirráð á hinni manngerðu eyju Fasht ad-Dibal leiddi til innrásar Qatarhers þar í febrúar 1986.  Í friðarumleitunum, sem fram fóru í kjölfarið, var eyjunni eytt.  Hawar-eyjar undan vesturströnd landsins eru líka bitbein.

Qatar studdi Írak í stríði þess við Íran en í Flóabardaga 1991 tók Qatar þátt í stríðinu gegn Írökum.  Qatarbúar létu mikið til sín taka í hernaðnum í lofti og á landi, einkum við töku borgarinnar Al-Khafji.

Landamæraerjur við Sádiaraba 1992 spilltu nánu sambandi ríkjanna um tíma en samkomulag náðist í maí 1993.  Málflutingur fyrir Alþjóðadómstólum í Haag vegna yfirráða á Hawar-eyju árin 1994-95 leiddi ekki til lausnar, þar sem Bahrain viðurkenndi ekki rétt dómstólsins til að fjalla um málið.

Hinn 27. júní 1995 var ríkjandi emir, Khalifa bin Hamad al-Thani, ýtt frá völdum í hallarbyltingu, sem sonur hans, varnarmálaráðherra, Hamad bin Khalifa al-Thani, leiddi.  Nýi emírinn aflaði sér stuðnings konungsfjölskyldunnar en hinn brottrekni faðir hét því að snúa aftur.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM