panama á íslensku,
PANAMA

Map of Panama

Panama,
Flag of Panama

Booking.com

PANAMABORG     Meira

.

Utanríkisrnt.

Landið heitir Lýðveldið Panama (República de Panamá).  Það er á mjósta hluta Mið-Ameríku, Panamaeiðinu.  Heildarflatarmálið er 75.517 km² (þar af 1158 km² 14 stærstu eyjarnar).  Panamaskurðurinn, sem tengir Kyrrahaf og Atlantshaf, er geysimikilvæg flutingaleið.  Karíbahafið er norðan Panama, sem er eins og teygt „S” í laginu.  Karíbaströndin er u.þ.b. 1290 km löng og Kyrrahafsströndin 1700 km.  Bein lína frá landamærum Kostaríka í austri til landamæra Kólumbíu í vestri er ekki nema 770 km löng.  Sjónlina yfir mjósta hluta Panamaeiðisins frá ósum Nergaláárinnar, Karíbamegin, að ósum Chepoárinnar, Kyrrahafsmegin, er 50 km.  Höfuðborgin, Panamaborg, er á Kyrrahafsströndinni, rétt austan Panamaskurðarins.

Landið hefur löngum verið miðstöð viðskipta, menningar og hernaðarbrölts.  Þaðan gerðu Spánverjar út leiðangra til að leggja undir sig ríki inka og fram á 19. öld var það umskipunarstaður fyrir gull og silfur til Spánar.  Opnun Panamaskurðarins snemma á 20. öldinni tryggði landinu framhaldshlutverk í alþjóðamálum og heimsviðskiptum.  BNA létu af yfirráðum yfir skurðinum 31. desember 1999.  Þessi atburður olli ótrúlegum breytingum í þjóðfélaginu, því að upp frá því réði þjóðin í fyrsta skipti yfir öllu landsvæði sínu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM