Panamaborg,
Flag of Panama


PANAMABORG
PANAMA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Spænska nafn borgarinnar er Panamá.  Hún er höfuðborg Lýðveldisins Panama við Kyrrahafsenda Panamaskurðarins við Panamaflóa.  Upprunalega var þarna fiskiþorp indíána og nafnið þýðir „mikill fiskur”.   Pedro Arias Dávila, landstjóri Spánverja, stofnaði gömlu borgina (Panamá Viejo) árið 1519 og þar varð strax setur veraldlegs og andlegs valds.  Gull var flutt frá Andesfjöllum með skipum til Panamaborgar og þaðan yfir eiðið á burðardýrum til Nombre de Dios eða Portobelo Karíbamegin um borð í skip til Spánar.  Borgin blómstraði þar til sjóræningjar komu í veg fyrir þessi viðskipti. 

Árið 1595 reyndi Sir Francis Drake að senda herlið yfir eiðið til að ræna borgina án árangurs.  Árið 1671 eyðilagði Henry Morgan (Sir) borgina.  Nýja borgin (Panamá Nuevo) var byggð 8 km vestan gamla borgarstæðisins árið 1674 (Alonso Mercado de Villacorta, einn spænsku sigurvegaranna).  Borginni hnignaði stjórnmálalega og efnahagslega og árið 1751 varð hún hluti Nýja-Granadahéraðs og síðar Kólumbíu.  Alla 19. öldina var þar óöld.  Árið 1903 var lýst yfir sjálfstæði frá Kólumbíu og borgin varð að höfuðborg landsins  Í samningnum, sem kenndur er við Hay-Bunau-Varilla, árið 1903, var BNA gefinn réttur til að halda uppi lögum og reglu í borginni og sjá um hreinlætismál.  Bandaríkjamenn létu Panamabúa um þessi mál eftir 1936 og 1959.

Eftir að Panamaskurðurinn var opnaður 1914, þróaðist borgin hratt.  Hún varð að heimsborg með kabarettum, næturklúbbum og skítugum fátækrahverfum, sem voru fjarlægð að mestu síðar.  Bandaríkjmenn byggðu upp vatnsveituna og skolpkerfið og gáfu Panama árið 1942 og fengu borginni stjórn þessara fyrirtækja árið 1953.  Ráðstefnur latnest-amerísku ríkjanna voru haldnar í borginni árin 1826, 1939 og 1959.

Balboa er hafnarborg Panamaborgar og margir starfsmenn skipaskurðarins búa í úthverfinu Ancón.  Efnahagur borgarinnar byggist aðallega á umferðinni um skurðinn og þjónustu við starfsmenn hans.  Iðnaður er aðallega fólginn í bjórgerð, olíuhreinsun, stálmyllum, trésmiðjum og framleiðslu fatnaðar. Panamaskurður liggur milli borgarinnar og Colón auk járnbrautar (Ferrodarril de Panama) og Eiðishraðbrautarinnar.  Pan-American hraðbrautin tengir borgina við David og Chepo.  Alþjóðaflugvöllurinn heitir Tocumen, 17 km utan borgarinnar.

Margt minnir á nýlendutímann, s.s. mörg torg, dómkirkjan (bygging hófst 1673; málverk Bartolomé Murillos af Meyjunni með talnabandið) og San Franciscokirkjan (endurnýjuð).  Nútímabyggingar eru mar gar og sumar fallegar, s.s. Dómshöllin, La Prec-sidencia, Þjóðarhöllin og hotel El Panamá City.  Þjóðarháskólinn er í borginni (st. 1935) auk annarra skóla, þar sem er kenndur dans, tónlist, list og leikhúsið er tengt þjóðmenningarstofnuninni.  Einnig er fjöldi academía, bókasafna, safna og rannsóknarstofnana.  Gorgas Memorial rannsóknarstofan, sem einbeitir sér að fyrirbyggjandi lækningum, var stofnuð 1928.  Áætlaður íbúafjöldi 1990:  borgin, 411.549; stórborgarsvæðið, 1.116.823.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM