Ósló Noregur,
Flag of Norway

BORGARLÝSING SKOÐUNARVERT UMHVERFI ÓSLÓ  

ÓSLÓ
NOREGUR
.

.

Utanríkisrnt.

Höfuðborg Noregs hét Christiania á árunum 1624-1877 en þá var stafsetningunni breytt og hún kölluð Kristianía til ársins 1924.  Borgin er setur konungsfjölskyldunnar, miðstöð stjórnsýslu landsins og sveitarfélaganna Ósló og Akershus.  Hún er við rætur skógi klæddra hæða við Akurá  og norðurenda hins langa Óslófjarðar, sem er endi Víkurinnar, stóra flóans milli Suður-Svíþjóðar og Noregs.  Ósló er háskólaborg og miðstöð menntunar með fjölda annarra skóla auk þess að vera setur biskupa mótmælenda og katólskra.  Höfnin er hin mikilvægasta í landinu og miðstöð vöruflutninga með stórum verzlunarflota og fjölda skipafyrirtækja.  Iðnaðurinn nær til járn- og stálvinnslu, matvæla- og fatnaðarframleiðslu og skipasmíða.

Ósló er elzta höfuðborg Norðurlanda.  Haraldur harðráði stofnaði hana árið 1050.  Þar var líklega lítill bær áður í tengslum við samgöngur á sjó.  Ólafur Haraldsson gerði Ósló að biskupssetri og reisti þar dómkirkju en konungar og hirðir þeirra héldu áfram að búa í Bergen.  Þannig varð borgin miðstöð kirkjulífs og starfs um langan tíma.  Hákon V flutti aðsetur sitt til Ósló um 1300 og hóf byggingu Akershus-virkisins.  Um svipað leyti komu Hansakaupmenn sér fyrir í borginni.


Eftir brunann mikla 1624 lét Krisján IV, Danakonungur, endurreisa borgina norðan Akerhus-virkis og gaf henni nafn sitt.  Hún varð ekki höfuðborg og konungssetur aftur fyrr en eftir aðskilnað Danmerkur og Noregs árið 1814.  Þá hófst blómaskeið borgarinnar í stjórnartíð Karls Jóhanns, konungs.  Hinn 1. janúar 1925 fékk borgin aftur sitt upprunalega nafn, Ósló

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM