Norðurlönd meira,


Alan Islands flag Aland

Finland Flag

[Flag of Denmark]

Flag of Greenland

ALMENNAR UPPLÝSINGAR SAGAN    

NORÐURLÖND
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Flag of Norway

Sweden: Flag

Skandínavíuskaginn er u.þ.b. 1900 km langur frá Skáni til Norðurhöfða.  Austan hans er Eystrasalt en öldur Norður-Atlantshafsins skella á honum vestanverðum.  Skaginn skiptist á milli Noregs, sem er langur og mjór, og Svíþjóð, sem er breiðari og stærri. Landslag í Svíþjóð og Finnlandi er um margt líkt, enda eru bæði löndin mörkuð sporum ísaldarjöklanna.  Norsku firðirnir eru trog eftir ísaldarjöklana, sem grófu þá dýpri innst (1350m) og mun grynnri yzt (180m) vegna þrýstingsmunar.  Danmörk er öll láglend og teygist í áttina að Víkinni syðst á Skandínavíuskaga og aðskilin frá Svíþjóð með Eyrarsundi, sem er brúað.

Norðurlöndin eiga sameiginlega sögu og menningu að mestu leyti auk þess að sama tungumálið var talað í þeim öllum.  Tungur Dana, Norðmanna og Svía hafa orðið fyrir áhrifum frá nágrönnunum og breytzt í tímans rás, Finnar tala alóskylt mál en Íslendingar og  Færeyingar tala enn þá mál, sem líkjast mest fornnorrænu.  Norræn tunga er tiltölulega gömul og áhrifa hennar gætir í mörgum tungumálum Evrópu og víða, þar sem víkingar voru á ferð, bera staðanöfn þess merki.  Þrátt fyrir líkan uppruna Dana, Norðmanna og Svía, hafa þessar þjóðir aldrei getað verið sameinaðar lengi.  Skapgerðareinkenni þeirra eru líklega of mismunandi til þess.

Íslendingum hefur verið lýst á margan hátt og oftast jákvætt.  Þeir eru m.a. sagðir búa við stéttlaust þjóðfélag og fari ekki í manngreinarálit.  Einn erlendur ferðamaður lýsti þeim sem vel lesnum „aristódemókrötum” snemma á 20. öldinni.  Þeir eru flestir orðnir heimsmenn og láta fæstir skammdegið valda sér þunglyndi.  Það tekst bezt með því að bregða ljósi á sem flest hneyklismál, þegar veturinn er dimmastur.

Norðmenn eru fljótfærir og svolítið sveitalegir.  Þeir fara miklu frekar eftir tilfinningu en að beita rökhugsun.  Þessi þjóð hefur fætt af sér marga andans menn á sviðum orð- og tónlistar auk afreksmanna á sviði landkönnunar og pólferða.

Svíar eru miklu borgaralegar sinnaðir en Norðmenn og meiri heimsmenn.  Þeir hafa getið af sér marga hugsuði á sviði náttúruvísinda, s.s. stærðfræði, efna- og eðlisfræði en fá tónskáld.  Þeir beita yfirvegaðri skynsemi og kjósa afslappað líferni kryddað hárfínni glettni.  Svíar eru almennt svolítið dulir og fara sínar eigin leiðir.

Finnar bera svip af landslaginu, skógum og vötnum.  Erfið lífsbarátta kemur ríkt fram í hegðun þeirra.  Þeir hafa getið af sér afreksfólk á sviðum vísinda og lista (byggingarlist og formsköpun).  Þeir hafa getið sér góðan róm á sviði íþrótta og hermennsku.  Í eðli sínu eru þeir hógværir og ákaflega gestrisnir.

Danir eru miklu flóknara fyrirbæri en hinar Norðurlandsþjóðirnar.  Þeir líkjast Hollendingum að mörgu leyti, þótt þeir séu meiri borgarbörn er Danir.  Danir eru jafnvel meiri grúskarar og heimspekilegar sinnaðir en Svíar.  Andersen og Kierkegaard voru ósviknir Danir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM