Ytri-Mongólia
er landlukt 1.565.000 km² svæði í Mið-Asíu.
Nágrannaríkin eru Rússland og Kínverska alþýðulýðveldið.
Náttúrufar.
Landið er fjalllent í vestri og norðri en í suðri
og austri eru gresjur og allrasyðst er eyðimörkin Gobi. Í landslaginu
eru margar afrennslislausar lægðir og fjöldi vatna (flest ísölt). Um
norðurhlutann streyma árnar Selenga og Orchon til Bækalvatns.
Loftslag.
Í landinu öllu ríkir ómengað meginlandsloftslag, kaldir vetur, mikill
munur hita milli árstíða og lítil úrkoma.
Íbúarnir.
Mongólar (87%; flestir af Chalcha-ætt), kasakar (4%); minnihlutahópar
túvína, Rússa og kínverja. Heildarfjöldi (1995) u.þ.b. 2,2 milljónir,
u.þ.b. 1,4 íbúar á km². Lífslíkur 63 ár. Ólæsi u.þ.b. 5%. Vinnuafl
u.þ.b. 750.000, þar af 40% í landbúnaði.
Trúarbrögð.
Buddhatrú (lama) er undir miklum þrýstingi frá trúleysisstefnu yfirvalda
og er á undanhaldi.
Tungumál.
Mongólska er opinbert mál. Rússneska er helzta erlenda tungan, sem er
töluð í landinu.
Ríkið.
Lýst var yfir stofnun Mongólska alþýðulýðveldisins 26. nóvember 1924
fyrir tilstuðlan Rússa. Samkvæmt rússnesk-kínverska samningnum fékk
landið sjálfstæði 14. febrúar 1950. Ríkið er alþýðulýðveldi samkvæmt
stjórnarskránni frá 6. júlí 1960 (endurskoðuð 1980). Stjórnarform:
Þing, sem starfar í einni deild (Chural; löggjafarþing). Þjóðhöfðinginn
er forseti þingsins. Forsætisráðherra er í fararbroddi ríkisstjórna.
Ytri-Mongólía er aðili að eftirfarandi alþjóðastofnunum: S.þ. og ýmissa
stofnana þeirra og COMECON (gagnkvæmt viðskiptaráð). Landinu er skipt í
18 stjórnsýslusvæði og þrjár sjálfstæðar borgir.
Borgir.
Höfuðborgin er Ulan Bator (450.000 íb.). Aðrar stórar borgir eru:
Darchan (60.000 íb.), Erdenet (40.000 íb.), Choybalsan (27.000 íb.) og
Suche Bator (20.000 íb.).
Atvinnulíf.
Landbúnaður: Kornrækt, kvikfjárrækt.
Jarðefni: Kol, málmar.
Iðnaður: Vefnaður, efnaiðnaður.
Innflutningur: Vélar, farartæki, olía.
Útflutningur: Kvikfé, kjöt, ull, leður.
Brúttóþjóðarframleiðsla 2 milljarðar US$ 1987. |