Ulan Bator Mongólía,
Flag of Mongolia


ULAN BATOR
(Ulaan Baatar; hét Urga til 1924)
MONGÓLÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ulan Bator er höfuðborg landsins og mikilvægasta samgöngumiðstöð landsins.  Þar hafa allir, sem ferðast um Ytri-Mongólíu milli Kína og Rússlands, viðkomu.

Borgin byrjaði að byggjast árið 1778, þegar Urgaklaustrið var flutt þangað.  Árið 1924 var borgin skírð Ulan Bator (Rauða hetjan).  Síðan á sjötta áratugnum hafa verið reistar nýjar stjórnsýslubyggingar og íbúðarhús, þar sem áður stóðu leirkofar.  Í útjaðri borgarinnar standa enn þá kringlóttir kofar úr flóka, hefðbundin heimkynni hirðingjanna.

Borgina prýða breið stræti, fallegar byggingar og risastór minnismerki.  Friðargatan, sem liggur frá austri til vesturs, skiptir innborginni í tvennt.  Í miðborginni er hið stóra Suhbaatartorg með riddarastyttu af þjóðhetjunni.  Norðan við torgið er stjórnarhöllin, norðaustan þess er Trúabragðasafnið, fyrrum klaustur, þar sem er að finna talsvert safn dansgrímna.  Aðeins norðar er Þjóðminjasafn landsins, þar sem sýnd er saga þjóðarinnar, flóra og fána (m.a. beinagrind dínósárusar, sem fannst í Góbíeyðimörkinni).  Þar að auki er listasafn með trúarlegum málverkum og höggmyndum, borgarsögusafn (austan Friðargötu) og minningarsafn um mongólska rithöfundinn Natsagdorj í borginni.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM