Malta,
[Malta]

VALLETTA . . Meira

MALTA


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Heildarflatarmál eyjaklasans er 315,6 km².  Höfuðborgin er Valletta.  Íbúafjöldi 1997 u.þ.b. 350 þúsund.  Eyjan skiptist í 6 stjórnsýslusvæði.  Rómversk-katólskir eru 98% íbúanna. Tungumálið er maltneska.  Enska og ítalska eru víðast töluð.  Vinstri handar akstur.  Nauðsynlegt að hafa vegabréf með sér þangað.

Aðaleyjan, Malta, er 246 km² að flatarmáli, Gozo er 67 km² og Comino er 2,6 km².  Nokkrir aðrir óbyggðir klettar og sker rísa úr hafi.  Eyjaklasinn er við austurenda Sikileyjarsunds í miðju Miðjarðarhafi, 93 km frá suðurenda Sikileyjar og 288 km frá ströndum Túnis.  Lengdaröxull eyjaklasans, sem rís hæst í 253 m, er 44 km langur frá suðaustri til norðvesturs.  Maltaeyjar eru leifar landbrúar, sem tengdi Sikiley við Norður-Afríku á tertíer og kuldaskeiðum ísaldar, og skipti Miðjarðarhafinu í tvennt.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM