Luxemburg meira,
[Flag of Luxembourg]

SAGAN ARDENNAFJÖLL . .

LUXEMBURG
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Booking.com

Gjaldmiðillinn var luxemburgískur- og/eða belgískur franki en er nú evra.  Landinu er skipt í 3 héruð, 12 kantónur og 118 bæjarfélög.

Í samnefndri höfuðborginni er aðsetur dómstóls ESB auk fulltrúaráðs Evrópuþingsins og ýmsar aðrar deildir sambandsins.  Lúxemburg er því keppinautur Strassbourg og Brüssel um aðsetur stofnana, sem Vestur-Evrópuríkin hafa sameinast um.

Meðalhiti í höfuðstað landsins er 11°C.  Sólskinsstundir á ári eru 1430.  Úrkoman er 782 mm á ári og 40% landsins eru skógi vaxin.

Vinnuafl landsins telur >200 þúsund manns.  Í landbúnaði starfa 1500, í iðnaði 37.400, í byggingariðnaði 18.800, í þjónustugreinum 121.900 og þar af 21.400 í opinberri þjónustu. 

Stærstu 10 atvinnurekendur og fjöldi starfsmanna:  Arbed (stáliðnaðurinn) 8.360, Good Year (bandarískir hjólbarðar) 3.730, CFL (járnbrautirnar) 3.580, Cactus (matvæla- og verzlanakeðja) 2.280, Banque Internationale 2.080, Banque Générale 1.880, Banque et caisse d'Epargne de l'État 1.640, Villeroy & Boch (postulín) 1.470, Du Pont de Nemours (gúmmí, plast) 1.220 og Cargolux er í 20. sæti með u.þ.b. 600 starfsmenn.

Í landinu starfa í kringum 200 bankar með upp u.þ.b. 20.000 starfsmenn.  Þar af eru 40 þýzkir, 25 luxemburgískir/belgískir, 21 franskur, 20 norrænir, 17 svissneskir, 13 ítalskir, 10 bandarískir, 9 japanskir og einn íslenzkur.  Bankar annarra þjóðerna eru 32.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM