Luxemburg
skiptist í 3 sýslur
og 12 kantónur. Landið er
2.586 km² og íbúafjöldinn u.þ.b. 430.000 (2002).
Samkvæmt stjórnarskránni frá 1868 er Lúxemburg erfðaeinveldi
undir stjórn stórhertoga (frá 1964 Jean af Nassauætt, f. 1921).
Ein þingdeild með 59 fulltrúa, sem kosnir eru til 5 ára í
senn. Ríkisráð með 21
fulltrúa, sem stórhertoginn velur til ævilangrar setu, er ráðgefandi
fyrir stjórnina. Hertoginn
tilnefnir a.m.k. 3 ráðherra og einn þeirra er forsætisráðherrann.
Þingmenn eru 60. Stærstu
stjórmálaflokkarnir eru Kristilegi flokkurinn (22 þingsæti 1996),
Verkamannaflokkurinn (18) og Lýðræðisflokkurinn (11).
Enginn einn flokkur hefur náð meirihluta á þingi eftir síðari
heimsstyrjöld, þannig að samsteypustjórnir tveggja og þriggja flokka
hafa farið með völd. Það
hefur ekki skorizt í odda með ríkisstjórnum og verkalýðsfélögum í
hálfa öld. Verkföll eru því
óþekkt fyrirbæri í landinu.
Innfæddir Lúxemburgarar
eru af þýzku bergi brotnir og flestir katólskir Móselfrankar.
U.þ.b. fjórðungur íbúanna er aðfluttur, Ítalar, Portúgalar
(40.000), Frakkar, Þjóðverjar, Belgar, Spánverjar og Íslendingar
(400). Vinnuaflsskorts hefur lengi gætt í landinu, þannig að fólk
af ofangreindu þjóðerni hefur setzt þar að og u.þ.b. 40.000 manns
koma þangað til vinnu frá nágrannaríkjunum á hverjum degi.
Ríkismál eru þýzka og franska, en almennt talar fólk miðfrankneska
mállýzku, sem nefnis Letzeburgisch. |