St Maurice klaustrið Clervaux Luxemburg,
[Flag of Luxembourg]


St MAURICE-KLAUSTRIÐ
 CLERVAUX, LUXEMBURG

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Klaustrið St Maurice í Clervaux. Þetta Benediktínaklaustur var byggt á árunum 1909-10.  Stofnednur þess voru benediktínar frá klaustrinu í St Maur í Glanfeuil í biskupsdæminu Angers.  Árið 1901 voru munkarnir þar neyddir til að yfirgefa Frakkland vegna trúabragðastefnu stjórnvalda á þeim tíma.  Eftir viðdvöl á nokkrum stöðum í Belgíu settust þeir loks að í Clervaus, þar e' yfirvöld í Luxemburg tóku þeim þeim tveimur höndum.  Munkarnir eru frá ýmsum löndum.  Þeir lifa mjög einangruðu lífi í samræmi við kenningar Hl. Benedikts.  Þeir stunda mikið sameiginlegt og stjálfstætt bænahald og vinna þess á milli.  Þeir iðka mikinn bænasöng og guðþjónustur.  Þeir stunda einnig þjónustu utan klausturveggjanna í öðrum guðshúsum.  Líkamleg vinna þeirra er til þarfa klaustursins og þeir aðstoða einnig við margs konar hjálparstörf.  Margir munkanna eru vel af guði gerðir að gáfum og listsköpun.  Meðal starfa þeirra er bókband, filmuframköllun og kaffibrennsla.

Í grafhvelfinunum undir klaustrinu er frábært safn ljósmynda úr daglegu lífi munkanna, sem lýsir vel sögulega þróun klausturlífsins.  Í minjagripaverzlun klaustursins er mikið úrval verðmætra bóka, skjala og margs konar muna.  Mælt er með heimsókn í klaustrið.

Klaustrið
hefur skotið tímabundnu skjólshúsi yfir marga nafnkunna menn, s.s. franska rithöfundinn François Mauriac, Robert Schuman, Íslendinginn Halldór Laxnes  o.fl.

Halldór Kiljan Laxnes dvaldi í 18 mánuði á þriðja áratugnum hjá munkunum og gaf þá skýringu á dvöl sinni, „að hann hefði viljað sjá sig um bekki hjá þeim”.  Til er mynd af Halldóri í skrúða, sem sýnir, að hann hafi tekið skírn hjá munkunum, annaðhvort í klaustrinu í Clervaux eða í London, þar sem hann leit einnig við hjá munkum af sömu reglu.  Slík skírn er samkvæmt reglum Benediktínaklaustra skilgreind sem undanfari prestvígslu.  Til skírnarinnar má rekja dýrlingsnafnið Kiljan, sem Halldór lagði af fyrir löngu, en tók upp aftur skömmu fyrir andlátið í febrúar 1998.

Fleiri íslenzkir listamenn, margir hverjir búsettir í Kaupmannahöfn, nutu forðum daga gestrisni í Clervaux.  Íslenzkur málari kom þaðan eitt sinn, forframaður og með stóran kross á brjósti og enn þá í svo þungum guðspekilegum þönkum, að hann gekk á og mölvaði tvo skilveggi úr gleri við komuna til Kaupmannahafnar.  Fleiri hafa misst jarðsambandið eftir dvöl í Clervaux.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM