Litháen meira,
Flag of Lithuania

EFNAHAGUR . STJÓRNARHÆTTIR og SAGA

LITHÁEN
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Booking.com

Litháen var meðal stórvelda Austur-Evrópu á miðöldum en Rússar og Prússar skiptu landinu milli sín á 18. öld.  Árið 1918 varð það sjálfstætt en árið 1940 innlimuðu Rússar það og gerðu að einu hinna 15 Sovétlýðvelda.  Hinn 11. marz 1990 lýsti þing landsins yfir sjálfstæði þess og ákvað að segja skilið við Sovétríkin.  Þessi yfirlýsing var ekki opinberuð fyrr en samningum var lokið við Moskvuvaldið og sjálfstæðið fékkst viðurkennt í sept. 1991 eftir misheppnaða hallarbyltingu í Moskvu.  Höfuðborg landsins er Vilnius.

Litháen er stærst Eystrasaltsríkjanna.  Eistland og Lettland eru norðan þess.  Strandsléttan hækkar smám saman í austurátt að Zemaitija-hæðunum, jökulöldum, sem rísa upp í 200 m hæð yfir sjó.  Austan þeirra er miðsléttan á breiðu belti frá norðaustri til suðvesturs.  Í austurhlutanum er annar hæðahryggur, sem rís hæst í 240 m.  Aðaláin er Neman, sem rennur til Eystrasalts.  Loftslagið er svalt og rakt en nálægð hafsins mildar það.  Meðalhitinn í júlí er 17°C og í janúar –4°C.

Litháar og Lettar mynda stærsta hóp baltneskra þjóða.  Þeir voru meðal síðustu Evrópubúa til að taka kristni og á 14. öld urðu þeir katólskir.  Samband þeirra við Pólland á 14. öld hafði áhrif á menningu þeirra, einkum í Vilnius, sem varð að mestu pólsk borg með fjölda gyðinga á 17. öld.  Flestir gyðinganna voru myrtir, þegar Þjóðverjar hersátu landið í síðari heimsstyrjöldinni og eftir hana fluttust flestir Pólverjar úr landi.  Eftir innlimunina í Sovétríkin fluttist fjöldi Rússa til landsins.  Áætlaður íbúafjöldi landsins árið 1991 var 3.754.000, þar af u.þ.b. 80% Litháar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM