Litháen efnahagslífið,
Flag of Lithuania


LITHÁEN
EFNAHAGSLÍFIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Fyrir 1940 byggðist efnahagur landsins að mestu á landbúnaði en eftir að það varð eitt hinna 15 Sovétlýðvelda dró úr mikilvægi hans, þótt Litháar héldu áfram að rækta rúg, hveiti, hafra, bygg, sykurrófur, hör og kartöflur.  Kvikfjárrækt er nú mikilvægasti hluti landbúnaðarins.

Iðnframleiðsla jókst þrátt fyrir skort á orku og hráefnum, sem eru flutt inn.  Stórt vatnsorkuver stendur við Niemen-ána í grennd við Kaunas og nokkur hitaorkuver, sem nota náttúrlegt gas frá Úkraínu, framleiða rafmagn.  Litháen framleiðir vélaverkfæri, kæliskápa, þvottavélar, útvarps- og sjónvarpstæki og margt annað, sem krefst faglærðs vinnuafls.  Einnig er mikið framleitt af efna-, textíl- og timburvöru.

Járnbrautakerfi landsins er allþéttriðið.  Samgöngur á Niemen-ánni ná alla leið til Kaunas.  Aðalhafnarborgrin er Klaipda, sem er íslaus á veturna.  Samgöngur í lofti eru góðar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM