Litháen stjórnarfar og saga,
Flag of Lithuania


LITHÁEN
STJÓRNARFAR og SAGA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Á miðöldum breyttis Litháen úr litlu hertogadæmi í stærsta ríki Evrópu.  Árið 1386 komst á samband við Pólland með mægðum en við fyrstu skiptingu Póllands á 18. öld var Litháen skipt milli Rússa og Prússa.  Árið 1918, þegar rússneska keisaradæmið leið undir lok, varð landið sjálfstætt.  Það var innlimað í Sovétríkin árið 1940 og Þjóðverjar hersátu landið á árunum 1941-44.  Síðan náðu Rússar því aftur um leið og Þjóðverjar hurfu á brott.

Litháen hafði sína eigin stjórn og kommúnistaflokk, sem voru undir stjórn Moskvuveldisins til 1989.  Þá lýsti þingið því yfir, að innlimunin í Sovétríkin væri ekki lengur í gildi og afnam eins flokks kerfið.  Árið 1990 vann þjóðarflokkurinn Sajudis meirihluta í kosningum og Vytautas Landsbergis var kjörinn forseti.

Í apríl 1990 setti Mikhail Gorbachev, Sovétforseti, viðskiptabann á landið og kom í veg fyrir að Litháar fengju benzín og gas frá Sovétríkjunum.  Hallarbyltingin í Moskvu, sem mistókst, olli því, að Sovétríkin viðurkenndu sjálfstæði Litháens hinn 6. sept. 1991.  Þá gerðist landið aðili að Sameinuðu þjóðunum og í febrúar 1992 opnuðu BNA sendiráð sitt í Vilnius, sem hafði verið lokað 1940.  Í sömu mund fóru hersveitir Rússa að tygja sig til heimferðar frá landinu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM