Stjórnarsetur:
Vilnius. Flatarmál:
65.200 km². Fólksfjöldi:
3,69 milljónir, Litháar 80,1%, Rússar 8,6%, Pólverjar 7,7%, Hvítrússar
1,5%, aðrir 2,1%. Helztu atvinnuvegir í þessu láglenda ríki eru landbúnaður
og iðnaður, rafeinda- og rafvélaiðnaður og verkfæraframleiðsla.
Stórfurstadæmið
Litháen varið til við sameiningu baltneskra þjóðflokka
til að stemma stigu við ágengni hinnar þýzku riddarareglu sverðsins
upp úr miðri 13. öld. Litháar lögðu undir sig stór landsvæði
frá Rússlandi á 14. og 15. öld og Vilnius var gerð að höfuðborg.
En árið 1386 komust Pólland og Litháen undir sömu stjórn með
hjónabandi stórhertogans af Litháen og prinsessu Pólverja og runnu að
fullu saman árið 1569. Litháen var aftur á móti innlimað í Rússland í
þriðju skiptingu Póllands árið 1795 en lýsti yfir sjálfstæði sem
lýðveldi árið 1918.
Litháar sættu pólsku
ofríki á þriðja og fjórða áratugi 19. aldar og misstu þá meðal
annars höfuðborgina Vilnius. Einræðisríki var stofnað í Litháen
1926 undir stjórn A. Smetona forseta en Sovétríkin innlimuðu landið
árið 1940. Í síðari heimsstyrjöldinni tóku Þjóðverjar Litháen
og útrýmdu flestum gyðingunum þar.
Er Sovétmenn endurheimtu landið 1944, sendu þeir 145.000 Litháa
í útlegð til afskekktra héraða í Sovétríkjunum. Litháar eru rómversk-katólsk
þjóð með sterk bönd við Vestur-Evrópuþjóðir og þeir trúa því,
að þeir geti lifað af utan ríkjasambandsins.
Þeir voru fyrstir Sovétlýðvelda til að lýsa yfir sjálfstæði
í marz 1990 og Íslendingar voru fyrst þjóða til að viðurkenna þá
sem sjálfstæða þjóð. |