Vilnius Litháen,
Flag of Lithuania


VILNIUS
LITHÁEN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Vilnius er höfuðborg og stærst borga Litháens við Neris-ána (Viliya) í suðausturhluta landsins.  Hún er mikilvæg samgöngumiðstöð og miðstöð iðnaðar og viðskipta.  Helztu framleiðsluvörur borgarinnar eru raf- og rafeindatæki, matvara, fatnaður, húsgöng og timbur.  Borgin er rómuð fyrir menningu og óvíða eru fleiri minnismerki.  Háskólinn var stofnaður árið 1579 sem Jesúítaskóli.  Vísindaakademía landsins, rannsóknarstofnanir og nokkur leikhús og söfn eru áhugaverð.  Gamli borgarhlutinn geymir rústir 14. aldar kalstala og fjölda kirkna frá 16. og 17. öld.

Svæðið, sem borgin nær yfir, var líklega byggt fólki áður en borgin fór að myndast.  Sagt er, að Gedimin hafi valið hana sem höfuðborg furstadæmisins Litháens árið 1323.  Hún þróaðist í mikilvægan verzlunarstað og eftir sameiningu Litháen og Póllands árið 1569 varð hún miðstöð pólskrar menningar og gyðingafræða.  Borgin var innlimuð í rússneska keisaradæmið 1795.

Í fyrri heimsstyrjöldinni sátu Þjóðverjar í borginni frá 1915 til 1918.  Þegar þeir hörfuðu tóku Litháar við stjórninni, síðan bolsévíkar og Pólverjar.  Árið 1920 lögðu Sovétríkin hana undir sig og fengu Litháen hana í hendur.  Þjóðabandalagið gerði hið sama en Pólverjar lögðu hana engu að síður undir sig síðar sama ár.  Árið 1939 tóku Sovétríkin borgina aftur og gerðu Litháen að Sovétlýðveldi.  Í síðari heimsstyrjöldinni réðu Þjóðverjar henni frá 1941 til 1944 og hún varð fyrir miklum skemmdum og gyðingum hennar var útrýmt.  Vilnius varð höfuðborg hins sjálfstæða ríkis Litháen árið 1991.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1995 var 576 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM