Írak meira,
Flag of Iraq

ÍBÚARNIR SAGAN TÖLFRÆÐI .

ÍRAK
MEIRA

Map of Iraq
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

EFNAHAGSLÍFIÐ Fyrstu arðbæru olíusvæðin í landinu voru í Kirkuk 1927.  Iraz Petroleum Company, að mestu í eigu Breta, fékk leyfi til rannsókna í héruðunum Mosul og Baghdad hjá ríkisstjórn landsins.  Önnur fyrirtæki fengu svipuð leyfi og Írakar urðu eitt mesta olíuframleiðsluríki Miðausturlanda.  Olíuiðnaðurinn var allur orðinn þjóðnýttur árið 1975.  Útflutningur náttúrugass hefur bætzt við á síðari árum og olíuhreinsunarstöðvar hafa verið reistar fyrir innanlandsmarkaðinn.

Aðrar undirsstöður atvinnulífsins eru döðlur og sement, sem eru að mestu fluttar til annarra arabalanda og Evrópu.  Þessi útflutningur jafnast á við innfluting matvæla, neyzluvöru og annarra nauðsynja.  Fram að Flóabardaga var viðskiptajöfnuður landsins hagstæður en landið var ekki eins ríkt og Sádi-Arabía og Kúveit.

Samgöngur.  Nútímaþróun í landinu hefur byggzt á þjóðvegakerfinu og járnbrautunum milli helztu borga og sveita landsins.  Olíuleiðslur liggja alla leið til Miðjarðarhafsins og Tyrklands og hafnarborgarinnar Basra.  Árið 1914 voru aðeins tveir þjóðvegir í landinu, annar frá Baghdad yfir eyðimörkina til Al Fallujah við Efrat og hinn, sem var aðallega notaður til flutnings afurða héraðanna Mosul og Mardin til Tyrklands.  Vegir og járnbrautir voru lagðar til að mæta þörfum bandamanna í báðum heimsstyrjöldunum.  Þessar samgönguæðar urðu uppstaða núverandi kerfis í landinu, 38.200 km þjóðvega með slitlagi og 2400 km járnbrauta.  Eini millilandaflugvöllurinn er við Baghdad og aðalhafnir landsins eru Basra, Um Qasr og Al Faw við Persaflóa.

Menntun.  Ríkisstjórnin ræður skólakerfinu á öllum stigum og konur eru hvattar til að sækja þá.  Fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru flestir skólar hlutar moskanna.  Á tímum brezka hernámsins 1917-32 var brezka skólakerfið tekið upp.  Eftir stofnun lýðveldisins 1958 hefur menntakerfið orðið æ vestrænna.  Baghdadháskóli (1957) rak deildir í Basra og Mosul en þær urðu að sjálfstæðum háskólum 1964 og 1967.

STJÓRNSÝSLA.  Forseti landsins er í fararbroddi ríkisstjórna.  Hann er líka forseti byltingarráðsins, sem ákveður stefnu ríkisstjórna.  Hann er einnig forsætisráðherra og yfirmaður herafla landsins.  Þjóðin kýs fulltrúa löggjafarþingsins.  Byltingarráðið fer með öll völd, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.  Stjórnmálaflokkar, aðrir en Bath-flokkurinn, voru bannaðir frá 1958-1991, þegar Saddam Hussein leyfði þá.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM