Írak tölfræði,
Flag of Iraq


ÍRAK
TÖLFRÆÐI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Opinbert nafn landsins er Al-Jumhuriyah al-Iraqiyah (Lýðveldið Írak).

Stjórn:  Einsflokks (fjölflokka?) lýðveldi með einnar deildar þing (220).  Æðsti maður landsins er forseti, sem er jafnframt forsætisráðherra.

Höfuðborgin er Baghdad.

Opinber tunga:  Arabíska.

Opinber trúarbrögð:  Islam.

Gjaldmiðill:  1 írakskur dinar (ID) = 20 dirham = 1000 fils.

Íbúafjöldi 1998:  21.722.000 (130 á hvern km²; 68,1% í þéttbýli; kynjaskipting 1996: Karlar 68,1%).

Aldursskipting 1994:  15 ára og yngri 15,1%; 15-29 ára, 30,5%; 30-44 ára, 16%; 45-59 ára, 7,6%; 60-74 ára, 3,7%; 75 ára og eldri, 1,1%.

Fjöldaspá 2010:  31.200.000.

Tvöföldunartími: 29 ár.

Þjóðerni 1983:  Arabar 77,1%, kúrdar 19%, Azerbæjanar 1,7%, Assýríumenn 0,8%, aðrir 1,4%.

Trúarbrögð 1994:  Shíta múslimar 62,5%, sunní múslimar 34,5%, kristnir (kaldear, sýrlenskir, rómversk-katólskir, nestorískir) 2,7%, aðrir (aðall. Yazidi) 0,3%.

Helztu borgir 1987:  Baghdad, Mosul, Irbil, Karkuk (Kirkuk), Al-Basrah.

Fæðingartíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1994:  34,1 (heimsmeðaltal 26).

Dánartíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1994:  9,8 (heimsmeðaltal 9,2).

Náttúruleg fjölgun miðuð við hverja 1000 íbúa 1994:  24,3 (heimsmeðaltal 16,8).

Fjórsemi (meðalfjöldi barna miðað við hverja kynþroska konu) 1996:  4,9.

Hjónabandstíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1992:  7,8.

Lífslíkur við fæðingu 1994:  Karlar 57,3 ár, konur 60,4 ár.

Helztu dánarorsakir.  Fyrir Flóabardaga (1990) voru þær:  Blóðrásarsjúkdómar, slys og eitranir, krabbamein, arfgengir sjúkdómar.  Eftir Flóabardaga bættust við:  Vannæring og skortur á lyfjum og heilsugæzlu í kjölfar viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna.  Afleiðingarnar hafa aðallega bitnað á börnum, veikburða fólki og gamalmennum.

Efnahagsmál
Fjárlög 1992:  Tekjur ID 13.935.000.000.-, gjöld ID 12.935.000.000.-.  Erlendar skuldir 1994:  US$ 20.000.000.000.-

Framleiðsla 1996 (í tonnum):  Hveiti 1.000.000; smári 820.000; tómatar 800.000; döðlur 550.000; bygg 500.000; kartöflur 380.000; appelsínur 310.000; vínber 300.000; hrísgrjón 270.000.  Kvikfé (fjöldi dýra):  Sauðfé 5.000.000; nautgripir 1.000.000.  Borðviður 1995:  161.000 (rúmmetrar).

Fiskveiðar 1995:  22.560 (tonn).

Námugröftur 1995:  Brennisteinn 475.000; fosfatgrýti 440.000.

Iðnvarningur 1994 (í miljónum US$ m/VASKI):  Hreinsuð olía 127; múrsteinn, flísar og sement 100; efnaiðnaður 79; matvæli 59; málmvörur 28.

Byggingarstarfsemi 1991:  Íbúðir 4.558.000 m², atvinnuhúsnæði 410.000 m².

Orkuframleiðsla (notkun):  Rafmagn (kWst) 1994:  17.060.000.000 (27.060.000.000); hráolía (tunnur) 1996:  255.500.000 (1994: 207.200.000); olíuvörur (tonn 1994):  22.180.000 (21.215.000); náttúrugas (tonn 1994):  3.170.000.000 (3.170.000.000).

Verg þjóðarframleiðsla 1996:  US$ 11.500.000.000.- (US$ 540.- á mann).

Vinnuafl 1988:  4.127.300 (24,7%; 15-64 ára, 45,3%; konur 12%).

Ferðaþjónusta 1994:  Tekjur US$ 12.000.000.-.

Landnýting 1994:  Skóglendi 0,4%; beitiland 9,1%; ræktað land 13,1%; annað 77,4%.

Innflutningur 1995:  US$ 2.500.000.000.- (landbúnaðarvörur 42,7% (korn 9,9%; ótilgreint 57,3%).  Aðalviðskiptalönd:  Jórdanía 49%, Tyrkland 17%, Ungverjaland 15%, Sviss 8%.

Útflutningur 1995:  US$ 419.000.000.- (aðall. Hráolía og olíuvörur).  Aðalviðskiptalönd: Jórdanía 98%.

Samgöngur.  Járnbrautir 1994:  2.032 km.  Þjóðvegakerfið 1995:  46.500 km (m/slitlagi 86%).  Farartæki 1995:  Fólksbílar 672.000, vörubílar og rútur 368.000.

Menntunarþátttaka 1987:  Eldri en 10 ára án menntunar 52,8%.  Barnaskóli 21,5%.  Framhaldsmenntun 11,6%.  Æðri menntun 4,1%.  Ótilgreint 10%.  Læsi 1995:  15 ára og eldri 58%; karlar 70,7%, konur 45%.

Heilbrigðismál 1993:  Einn læknir fyrir hverja 2181 íbúa.  Eitt sjúkrarúm fyrir hverja 704 íbúa.  Barnadauði (miðaður við hver 1000 lifandi fædd börn) 1994:  91,9.

Næring 1995:  Dagleg næring samsvarar 2.268 kalóríum (grænmeti 96%, kjötmeti 4%), sem er 94% af viðmiðun FAO.

Hermál.  Heildarfjöldi hermanna 1997:  287.500 (landher 90,3%, sjóher 0,7%, flugher 9%).  Útgjöld til hermála miðuð við verga þjóðarframleiðslu 1994: 18% (US$ 136.- á mann).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM