Amsterdam
er við sjávarmál. Íbúafjöldinn
er u.þ.b. 1 milljón með útborgum.
Hún er höfuðborg án þess að vera stjórnar- og konungssetur
(hvort tveggja í Den Haag). Hún
er í héraðinu Norður-Holland við mynni árinnar Amstel, þar sem hún
fellur í Ij, vík í Ijsselvatni.
Borgin og umhverfi er mesta þéttbýlissvæði á borgakeðju
Hollands. Nafn borgarinnar
er dregið af fyrstu stíflunni (dam), sem byggð var í ánni Amstel.
Amsterdam
er aðalmenningarsetur landsins, rúmlega 40 söfn, skólar,
Consertgebouw hljómsveitin o.fl. Hún
er líka aðalviðskiptaborg landsins.
Mikið umburðarlyndi ríkir gagnvart mismunandi skoðunum og kynþáttum
(rúmlega 100 kynþættir búa í borginni).
Miðborgin
er einstakt 17. aldar safn, oft nefnd „Feneyjar norðursins”.
Gaflhúsin eru flest mjó og há með gálgum til að hífa upp
þungavörur (nú húsgögn). Stigar
húsanna eru þröngir, líkastir skipsstigum.
Húsin í gamla borgarhlutanum hvíla á allt að 18 m löngum
staurum, sem reknir eru niður í leðjuna og hvíla á þéttu
sandlagi. Á 800 ha svæði
eru 6.750 friðuð hús. Á
síkjunum, sem eru að meðaltali 2 m djúp, eru rúmlega 2000 húsbátar.
Brýr skipta hundruðum. Eftir
1870 byggðust nýir borgarhlutar utan Singelskurðarins og borgin hefur
stöðugt stækkað í hálfhring umhverfis gamla borgarhlutann.
Amsterdam
byrjaði að byggjast árið 1270 og tengdist fljótlega samgöngum við
sjó við opnun Suðursjávar (Zuidersee) á 13. öld.
Árið 1368 varð Amsterdam Hansaborg.
Árið 1489 gaf Maximilian I Amsterdam krórónu sína til
skreytingar skjaldamerkis borgarinnar.
Amsterdam fór að dafna eftir sjálfstæðisstríð Niðurlanda
árið 1578, þegar Gent var jöfnuð við jörðu og kaupmenn, iðnaðarmenn
og listamenn fluttu frá hinum spænsku hlutum Niðurlanda til
borgarinnar. Á áratugnum
1585-95 tvöfaldaðist íbúaföldinn og borgin varð mikilvægasta
verzlunarmiðstöð Evrópu fram á fyrri hluta 17. aldar.
Rembrant og fleiri listamenn stunduðu list sína í borginni um
miðja 17. öld.
Á
18. öld missti borgin mestan hluta flota síns vegna þátttöku í sjálfstæðisbaráttu
Bandaríkjanna við Englendinga og innlimunar Niðurlanda í Frakkland
árið 1495 ásamt verzlunarbanni Napóleons riðu verzlunni að fullu.
Gerð
Norður-Hollands-skurðarins (1819-25), sem auðvelda átti hina erfiðu
siglingu inn í Suðursjó, hafði ekki tilætluð áhrif.
það var ekki fyrr en Norðursjávarskurðurinn (1875), Rín,
Lek og Merwede-skurðurinn (1892) komu í gagnið og síðast
Amsterdam-Rínar-skurðurinn, að Amsterdam varð önnur stærsta höfn
landsins við Norðursjávarskurðinn.
Hafnarmannvirki
voru reist í tengslum við 1872. Gervieyjar
með bryggjum voru byggðar. Höfnin
er skipulögð eftir vörutegundum.
Í 13 hæða hafnarhúsi (1958-60; Dudok) er veitingahús, sem
snýst. |