Landið
heitir opinberlenga Lýðveldið El Salvador (República de El Salvador).
Heildarflatarmálið er 21.041 km², þannig að það er minnsta
og þéttbýlasta Mið-Ameríkulandið og hið eina, sem nær ekki hafa á
milli. Norðvestan
þess er Gvatemala og að norðan er Honduras.
Höfuðborgin er San Salvador.
Efnahagslífið byggist á landbúnaði og kaffiframleiðslan er
mikilvæg útflutningsvara.
Frá síðari hluta áttunda áratugarins beindust augu alheimsins
að El Salvador vegna borgarastyrjaldar og afskipta erlendra ríkja.
Landið
er allt innan eldvirka beltisins í Mið-Ameríku og eldfjallakeðjan
liggur frá vestri til austurs um miðju landsins.
Mörg eldfjallanna, sem eru 20 alls, eru virk.
Vestast er Izalco (1910m), þá San Salvador (1949m), San Miguel
(2118m) og austast er Conchagua (1236m).
Stærstu stöðuvötn landsins eru gígvötn, s.s. Coatepeque (39
km²), Ilopango (65 km²) og Olomega (52 km²).
Milli eldfjallanna eru misstórir dalir og lægðir, sem eru
almennt kallaðir Miðhásléttan (1000-1500 m yfir sjó).
Jarðvegur þessa svæðis er blanda af eldfjallaösku og
árframburði og er mjög frjósamur. |