Kaupmannahöfn skoðunarvert Danmörk,
[Flag of Denmark]

GÖNGUFERÐIR um MIÐBORGINA DAVIDS SAMLING  TÍVOLÍ UMHVERFI KAUPMANNAHAFNAR

KAUPMANNAHÖFN
Skoðunarverðir staðir
DANMÖRK

.

.

Utanríkisrnt.

Amalíuhöll.  Amalienborg Slot, Frederiksgade 22.  Ekki opin almenningi.

Grasagarðurinn.  Botanisk Have. Palmehus.  Gothersgade 130.  Opinn allt árið      mánud.-sunnud. kl. 13:00-15:00.  Kaktushúsið laugard. og sunnud. kl. 13:00-15:00.

Carlsberg bruggsafnið.  Valby Langgade 1.  Opið 1. maí til 31. okt. mánud. til föstud. kl. 10:00-16:00 og 1. nóv til 30. apríl mánud. til föstud. kl. 12:00-15:00.

Brøstesafnið.  Brøstes Samling.  Christianshavn, Overgaden oven Vandet 10. Opið allt árið mánud. til  sunnud. kl. 10:00-16:00.

Krisjánsborgarhöll.  Christiansborg Slot, Christiansborg Slotsplads.  Móttökusalir og riddarasalur opnir 1. júní til 31. ágúst.  Leiðsaga á ensku daglega nema mánudaga kl.12:00, 14:00 og 16:00 og á þýzku kl. 12:00, 14:00 og 15:00.  Á tímabilinu 1. sept. til 31. maí er leiðsaga á ensku alla daga nema mánud. og laugard. kl. 14:00.
Kristján konungur IV lagði hornsteininn að höllinni árið 1733.  Hún var reist á sama stað og gamla virkisborgin stóð.  Árið 1794 var höllin ekki fullbyggð enn þá, þegar hún brann til kaldra kola.  Hið eiga, sem eftir stendur af þessum fjögurra álma barokmannvirkjum í Vínarstíl er skeiðvöllur´og byggingar hans.  Fyrstu 20 ár 19. aldar var önnur höll reist í valdatíð Friðriks VI.  Árið 1849 flutti nýja þingið í bygginguna, sem var stundum aðsetur konungs.  Þessi bygging brann líka árið 1884.  Meðal hluta hennar, sem sluppu í brunanum, er hallarkirkjan.  Þriðja Kristjánsborgarhöllin var byggð eftir teikningum Thorvalds Jørgensens á árunum 1907-1916.  Hún átti að verða setur konungs, hæstaréttar og hinna tveggja deilda þingsins.  Konungurinn vildi búa í Amalienhöll og utanríkisráðuneytið kom sér fyrir í höllinni.  Inni í höllinni eru salir fyrir opinberar móttökur konungs og ráðuneyta og á hallartorginu er riddarastytta af Friðriki VII.  Hægt er að fá að skoða þing- og móttökusali hallarinnar.  Í hallarkirkjunni (1826; rómversk-klassísk) er hvelfing skreytt englum eftir Bertel Thorvaldsen.  Í reiðhöllinni, þar sem hestum konungs/drottningar er riðið dag hvern, er hallarleikhúsið (nú leikhússafn) og á miðjum skeiðvellinum er minnismerki um Kristján IX.

Miðaldarústir virkis Absalons, undir Kristjánsborgarhöll (1167) eru opnar 1. júní til 31. ágúst alla daga kl.10:00-16:00 og 1. sept. til 31. maí daglega nema laugard. kl. 10:00-16:00.

Davíðssafn.  Davids Samling, Kronprinsessegade 30-32. 1306 København K.
Sími 33 73 49 49
Fax 33 73 49 48 
Opið allt árið
þriðjud.-sunnud. kl. 13:00-16:00.
miðvikud.: kl. 10-16.
Mánud: lokað

Járnbrautasafnið.  Jernbanemuseet, Sølvgade 40.  Opið 1. april til 31. okt. á miðvikud. kl. 12:00-16:00 og laugard. kl. 12:00-15:00.

Frelsarakirkjan.  Vor Frelsers Kirke, Prinsessegade.  Opin 1. maí til 30 sept. mánud. til Laugard. kl. 10:00-15:40 og sunnud. kl. 12:00-13:40.  Í henni er fagurt barokaltari, skírnarfontur og ríkulega útskorið orgel.  Frá turninum, sem er með tröppum utan á og kristsmynd á hnetti, er gott útsýni.  Þaðan blasa við snotur húsin við Strandgötuna og Kristjánskirkjan með laufskála á báðar hendur.

Virkið.  Kastellet, Langelinie.  Opið daglega allt árið kl. 06:00-22:00.

Slökkviskipið (Fyrskib XVII) í Nyhavn 2 er opið, þegar fánar eru við hún og andgangurinn niðri.

Kvikmyndasafnið.  Det Danske Filmmuseum, Store Søndervolstræde.  Opið allt  árið mánud. til föstud. Kl. 12:00-16:00.  1. sept. til 31. maí þriðjud. og fimmtud. einnig kl. 18:30-21:00.

Frúarkirkjan.  Vor Frue Kirke, Nørregade 6.  Opin allt árið mánud. til laugard. kl. 09:00-17:00 og sunnud. kl. 12:00-16:00.  Hún er hin sjötta í röð kirkna, sem hafa staðið þar.  Fimmta kirkjan brann í árásum Englendinga árið 1807.  C.F. Hansen, arkitekt, hannaði hina nýju, klassísku kirkju, sem var byggð á árunum 1811-1829.  Í hvelfdri, tveggja hæða byggingunni eru verk eftir Thorvalsdsen og bak við altarið hin fræga Kristsstytta.  Postularnir 12 eru á veggjunum og skírnarfonturinn er skrýddur krjúpandi engli.  Ljóskross stendur á ferhyrndum turninum.

Frelsissafnið.  Frihedsmuseet, Churchillparken.  Opið 1. maí til 15. sept. þriðjud.-laugard  kl. 10:00-16:00, sunnud. kl. 10:00-17:00.  16. sept. til 30. apríl þriðjud.-laugard. kl.11:00-15:00 og sunnud. kl. 11:00-16:00.

Jarðfræðisafnið.  Geologisk Museum, Øster Voldgade 7.  Opið allt árið þriðjud.-laugard.   kl. 13:00-16:00 og sunnud. kl. 10:00-12:00.

Grundtvigskirkjan.  Grundtvig Kirke, På Bjerget.  Opið 1. marz til 31. okt. mánud.-laugard.  kl. 08:00-17:45 1. nóv.-28. febrúar mánud.-laugard. kl. 08:00-16:45. 15. maí-15. sept. sunnud. kl. 12:00-16:00.  16. sept. maí sunnud. kl. 12:00-13:00.

Hirschsprungsafnið.  Hirschsprungske Samling, Stockholmsgade 20.  Opið þriðjud.-sunnud. kl. 13:00-16:00 og að auki 1. okt.-30. apríl miðvikud. 
kl.19:00-22:00.

Holmenskirkjan.  Holmens Kirke, Holmens Kanal.  Opin 15. maí-15. sept. mánud.-föstud. kl. 09:00-14:00 og laugard. kl. 09:00-12:00.  16. sept.-14. maí mánud.-laugard. kl. 09:00-12:00.      
Í henni er barokaltari úr yfirmálaðri eik eftir Abel Schrøder, sem skar líka út predikunarstólinn.  Konungshliðið var flutt úr Hróarskeldukirkju.  Í hliðarkapellu eru grafsteinar Nils Juels (†1697) og Peder Tordenskjolds.

Konunglega bókasafnið.  Kongelige Bibliotek, Christians Brygge 8.  Opið allt árið mánud.-laugard. kl. 09:00-19:00.

Konunglegu hesthúsin.  Kongelige Stalde og Kareter, Christiansborg Ridebane. Opið maí-31. okt. föstud.-sunnud. kl. 14:00-16:00.  1. nóv.-30. apríl laugard. og sunnud. kl.14:00-16:00.

Listiðnaðarsafnið.  Kunstindustrimuseet, Bredgade 68.  Opið allt árið  þriðjud.-sunnud. kl. 13:00-16:00 og 1. sept.-31. marz kl. 13:00-21:00.

Bókmenntasafnið Bakkehus.  Bakkehusmuseet, Rahbeks Allé 23.  Opið allt árið miðvikud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 11:00-15:00.

Marmarakirkjan / Friðrikskirkjan.  Marmorkirken / Frederikskirken, Frederiksgade 1.Opin 1.maí-30. sept. mánud.-föstud. kl. 09:00-16:00 og 1. okt.-30. marz mánud. -föstud. kl. 09:00-15:00 
auk laugard. kl. 09:00-12:00.

Læknasögusafnið.  Medicinsk-historisk Museum, Bredgade62.  Opið allt árið þriðjud., fimmtud og sunnud. kl. 11:00-14:00.  Leiðsaga um safnið tekur eina klukkustund.

Vélskipasafnið.  B & W Museum, Strandgade 4.  Opið allt árið mánud.-föstud. kl. 10:00-13 og fyrsta sunnudag í hverjum mánuði kl. 10:00-13:00.

Safnið við kirkju hl. Ansgars.  Museet ved Sct. Ansgars Kirke, Bredgade 64.  Opið Laugard. kl. 11:00-15:00, sunnud. kl. 11:00-13:00.  Auk þess eftir samkomulagi.

Flotasafnið.  Orlogsmuseet, Quinti Lynette, Refshalevej.  Opið ?

Tónlistarsögusafnið og Safn Carl-Claudius.  Musikhistorisk Museum og Carl Claudius Samling, Åbenrå 34. Opið allt árið þriðjud., miðvikud. og föstud.-sunnud. kl. 13:00-16:00.

Þjóðminjasafnið.  National Museet, Frederiksholms Kanal 12.  Sýnir forsögulega muni,miðaldir, endurrreisnar- og baroktímann auk sígilda muni og myntsafn.  Opið 16. júní-15. sept. mánud. og miðvikud.-sunnud. kl. 10:00-16:00.  16. sept.-15. júní mánud. ogmiðvikud.-föstud. kl. 11:00-15:00 auk laugard. og sunnud. kl. 12:00-16:00.
Dönsk sveitamenning:  16. júní-15. sept. þriðjud.-laugard. kl. 13:00-16:00, sunnud. kl.10:00-16:00 og 16. sept.-15. júní þriðjud.-laugard. kl. 13:00-15:00 og sunnud. kl. 12:00-16:00.
Mannfræðisafnið:  16. júní-15. sept. þriðjud.-sunnud. kl. 10:00-16:00 og 16. júní- 15. sept.þriðjud.-sunnud. kl. 10:00-16:00 og 16. sept.-15. júní þriðjud.-föstud. kl. 11:00-15:00,laugard. og sunnud. kl.12:00-16:00.
Floshúsgagnasafnið:  16. júní-15. sept. laugard. og sunnud. kl. 10:00-16:00 og 16. sept.- 15. júní laugard. og sunnud. kl. 12:00-16:00.
Í Þjóðminjasafninu er mjög áhugavert safn um sögu Danmerkur auk forsögulegs safns og margra muna frá Grænlandi.  Mannfræðisafnið gefur innsýn í líf inúíta á hjara veraldar.  Myntsafnið er áhugavert og svo eru einnig skiptisýningar, sem gera kleift að koma á framfæri munum safnsins, sem ella væru stöðugt í geymslu.  Prinsahöllin (1741-44) er hluti af safninu.  Hún er í frönskum stíl og fyrsta barokhöll Danmerkur.

Nýja Carlsberg höggmyndasafnið.  Ny Carlsberg Glyptotek, Dantes Plads.  Opið 1. júní-30. sept. þriðjud.-sunnud. kl. 10:00-16:00 og 1. okt.-30. apríl þriðjud.-laugard. kl. 12:00-15:00 og sunnud. kl. 10:00-16:00.
Carl Jacobsen, bruggari, gaf borginni þetta safn árið 1888 auk verulegrar fjárupphæðar, sem skyldi notuð til uppbyggingar safnsins.  Safnið var byggt í tveimur áföngum, hinn fyrri var reistur á árunum 1892-1897, ríkulega skreytt þriggja álmu hús úr múrsteini, sem snéri að torginu, og hinn seinni var byggður á árunum 1901-1906.  Miðja þessara bygginga er súlnasalur úr marmara í líkingu við fornan hofgarð.
Fremri byggingin hýsir nútímadeildina.  Til vinstri eru höggmyndir danskra myndhöggvara, einkum hinna tveggja nemenda Bertels Thorvaldsens, H.W. Bissen (1798-1868) og J.A. Jerichau (1816-1883).  Til hægri eru frönsku salirnir með verkum Aug. Rodins (1840-1917).  Á mið- og efstu hæð eru höggmyndir, m.a. eftir E. Degas, málverk franskra og danskra meistara 19. og 20. alda (impressjónistar).  Í vetrargarðinum er m.a. brunnasamstæðan „Vatnsmóðir með börn” eftir Kai Nielsen (1882-1924).
Forndeildin í bakhúsinu varð að veruleika með aðstoð þýzku fornleifafræðinganna W. Helbig og P. Arndt og telst til beztu slíkra safna norðan Alpafjalla.  Jafnvel í Róm finnast ekki merkilegri eða fleiri styttur og brjóstmyndir.  Egyptalands- og etrúskadeildirnar eru mjög athyglisverðar.  Í hinni egypzku finnast verk frá öllum skeiðum eygpzkrar sögu.  Gríska deildin á frummyndir frá 6. og 5. öldum f. Kr. og fögur verk frá dögum Fídasar, Polykletesar, Praxitelesar og Lysipps.

Heimsklukka Jens Olsens.  Jens Olsens Verdensur, stjörnuklukka í Ráðhúsinu.  Opið apríl-31. okt. mánud.-föstud.og sunnud. kl.10:00-16:00, laugard. kl. 10:00-13:00 og nóv.-31. marz mánud.-föstud. kl. 10:00-16:00, laugard. kl. 10:00-13:00.

Péturskirkjan / Þýzka kirkjan.  Sct. Petri Kirke, Nørregade / Sct. Peders Stræde.   Opið allt árið fyrir hópa þriðjud. og miðvikud. kl. 10:00-11:00.  1. júní-31. ágúst föstud og laugard. kl. 10:00-12:00 og sunnud. kl. 11:00-12:00.

Póst- og símasafnið.  Post- og Telegrafmuseet, Vestrbrogade 59.  1. maí-31. okt. fimmtud.og sunnud. kl. 10:00-16:00 og 1. nóv.-30. apríl fimmtud. og sunnud. kl.13:00-15:00.

Leikbrúðusafnið.  Dukketeatermuseet, Købmagergade 52.  Opið allt árið mánud.-föstud. kl.12:30-17:30, laugard. kl. 10:00-13:00.

Ráðhúsið.  Rådhus, Rådhuspladsen.  Opið allt árið mánud-föstud. kl. 10:00-15:00, laugard. kl. 10:00-12:00.  1. apríl-31. okt. líka á sunnud. kl. 10:00-15:00.  Fjöldi skoðanaferða með leiðsögu.
Ráðhústorgið iðar stöðugt af lífi og umferð.  Þar er Ráðhúsið (1892-1905) sjálft mest áberandi.  Það sýnir okkur að hluta til ítalskan endurreisnarstíl, danskan miðaldastíl og 106 m háan turn.  Húsið er ríkulega skreytt styttum og málverkum.  Yfir aðalinnganginum er stytta af Absalon biskupi úr gylltum kopar.  Í stóra hátíðarsalnum eru brjóstmyndir byggingarmeistarans, B.M. Nyrop (†1921), myndhöggvarans Bertels Thorvaldsens (1770-1844), ævintýraskáldsins H.C. Andersens (1805-1875) og eðlisfræðingsins Niels Bohrs (1885-1962).  Heimsklukka Jens Olsens (1955) í innganginum sýnir stjörnukerfi auk dagsetninga og tíma dags.  Fyrir framan ráðhúsið er drekabrunnurinn (1904), og lúðrablásarana tvo á 12 m hárri steinsúlu.

Rosenborgarhöll.  (féhirzla krúnunnar), Øster Voldgade 4A.  1. maí-21. okt.kl. 11:0-15:00.  23. okt.-30. apríl fimmtud. og föstud. kl. 11:00-13:00, sunnud. kl. 11:00-14:00.

Sívaliturn.  Rundetårn, Købmagergade.  1. apríl-31. okt. mánud.-laugard. kl. 10:00-17:00, sunnud. kl. 12:00-16:00 auk þess daglega kl. 19:00-22:00.  1. nóv.-31. marz mánud.-laugard. kl. 11:00-16:00, sunnud. kl. 12:00-16:00.  Stjörnuahugunarstöð.
Hann er 15 m í þvermál og var byggður sem stjörnuathugunarstöð.  Þar er lítið safn til minningar um sænska stjörnufræðingsins Tycho Brahe.  Af þaki hans er gott útsýni yfir græn þök borgarinnar.  Þangað upp liggur tröppulaus gangur, 209 m langur.  Pétur mikli reið þangað upp árið 1716 og Katrín keisaraynja lét draga sig þangað upp í hestvagni.  H.C. Andersen minnist á hann í sögu sinni „Eldfærin” og ekki sakar að kíkja á bók Jóns Sveinssonar, „Borgin við sundið”, áður en haldið er til Kaupmannahafnar.  Turninn er eiginlega hluti kirkju hl. Þrenningar (1656).

Leikfangasafnið.  Legetøjsmuseet, Teglegårdstræde 13.  Opið allt árið miðvikud.-sunnud. kl. 10:00-16:00.

Ríkislistasafnið.  Statens Museum for Kunst, Sølvgade. Opið allt árið fimmtud.-sunnud. kl. 10:00-17:00.

Borgar- og Søren Kierkegårdsafnið.  Bymuseum og Søren Kierkegår Samlingen, Vesterbrogade 59.  1. apríl-31. okt. fimmtud.-sunnud. kl. 10:00-16:00.  1. nóv.-31. marz fimmtud.-sunnud. kl. 13:00-16:00 og allt árið á fimmtud. kl. 19:00-21:00.

Tóbakssafnið.  Tobaksmuseet, Amagertorv 9.  Opið allt árið mánud.-föstud. kl. 10:00-16:00 og laugard. kl. 10:00-13:00.

Leikhússafnið.  Teatermuseet, Christiansborg Ridebane 18.  1. júní-30. sept. miðvikud. föstud. og sunnud. kl. 14:00-16:00.  1. okt.-31. maí miðvikud. og sunnud. kl. 14:00-16:00.

Þorvaldssenssafn.  Thorvaldsens Museum, Soltsholmen við Kristjánsborgarhöll.  Opið maí-30. sept. mánud.-sunnud. kl. 10:00-16:00.  1. okt.-30. apríl mánud. og miðvikud. kl. 10:00-15:00.

Tívolí.  Aðalinngangur við Vesterbrogade.  Opið frá apríl til sept. daglega kl. 10:00-24:00.     Einkum er mælt með heimsókn þangað að kvöldi til.  Þarna hittast borgarbúar á öllum aldri og aðkomufólk upplifir þar einstaka stemmningu lífsgleði og ánægju.  Mannmergðin er ekki fráhrindandi, fremur vel ásættanleg og ánægjuleg vegna stemmningarinnar.  Hljómleikasalur Tívolís er opinn allt árið en skemmtigarðurinn aðeins frá maí til miðs september.  Þarna eru haldnir tónleikar, listviðburðir, látbragðsleikir o.fl. og þar eru veitingahús, kaffihús, skotbakkar, hringekjur og óteljandi önnur skemmtitæki.  Aðalflugeldasýningarnar eru á miðvikudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum.  Garðinum er lokað á miðnætti.

Vaxmyndasafn Tussauds.  Louis Tussauds Voksmuseum, H.C. Andersens Bouleward 2 Opið 1. maí-19. sept. mánud.-sunnud. kl. 10:00-24:00.  20. sept.-30. apríl  mánud.-sunnud.  kl.mánud.-sunnud. 10:00-17:00.

Tøjhusmuseet, Tøjhusgade 3.  Opið 1. maí-30. sept. mánud.-laugard. kl. 13:00-16:00, sunnud. kl. 10:00-16:00.  1. okt.-30. apríl mánud.-laugard. kl. 13:00-15:00 og sunnud. kl. 11:00-16:00.  NB. Lokað til september 2012.

Dýragarðurinn.  Zoologisk Have, Roskildevej 32.  Opið allt árið daglega 09:00 til sólseturs, í síðasta lagi til kl. 19:00.

Dýrasafnið.  Zoologisk Museum, Universitetsparken 15.  Opið 1. maí-30. sept. mánud.- sunnud. kl. 10:00-16:00.  1. okt.-30. apríl mánud.-föstud. kl. 13:00-16:00 og sunnud. kl.10:00-16:00.

Söfn í nágrenni Kaupmannahafnar:
Amagersafnið.  Amagermuseet, Hovedgaden 12, Store Magleby.  Opið 15. maí-15. sept.  fimmtud.-sunnud. kl. 10:00-17:00.  16. sept.-14. maí miðvikud. og sunnud. kl. 11:00-15:00.

Sædýrassafnið.  Danmarks Akvarium, Strandvejen, Charlottenlund. Opið 1. mars-31. okt. mánud., þriðjud. og fimmtud.-sunnud. kl. 10:00-18:00, miðvikud. kl.    10:00-20:00. nóv.-28. febr. Mánud., þriðjud. og fimmtud.-sunnud. kl. 10:00-16:00 og miðvikud. kl.10:00-20:00.

Drageyrarsafnið.  Dragør Museum, Havnepladsen, Dragør.  Opið 1. maí-30. sept. þriðjud. Föstud. kl. 14:00-17:00, laugard. og sunnud. kl. 12:00-18:00.

Útisafnið.  Frilandsmuseet, Kongevejen 100, Sorgenfri, Lyngby.  Opið 15. apríl-30. sept.Þriðjud.-sunnud. kl. 10:00-17:00.  1. okt.-14. okt. þriðjud.-sunnud. kl. 10:00-15:00. 15. okt.- 14. apríl sunnud. kl. 10:00-15:00.

Mølstedssafnið.  Mølsteds Museum, Blegerstræde 1, Dragør.  Opið 1. maí-30. sept. laugard. og sunnud. kl. 10:00-15:00.  15. okt.-14. apríl sunnud. kl. 10:00-15:00.

Þjóðminjasafnið í Brede.  Nationalmuseet í Brede, I.C. Modesvegsvej, Brede.  Opið maí-sept. kl. 10:00-17:00.

Ordrupsgårdsafnið.  Ordrupsgårdsamlingen, Vilvordevej 110, Charlottenlund.  Opið allt árið þriðjud.-sunnud. kl. 13:00-17:00 og miðvikudaga líka kl. 19:00-22:00.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM