Rúmlega
helmingur lands Búlgaríu er hæðóttur eða fjalllendur. Meðalhæð landsins
yfir sjó er 480 m. Balkanfjöllin liggja eftir landingu endilögnu frá
norðvesturhorninu að Svartahafi og mynda vatnaskil milli Dónár og
Eyjahafs. Norðurhlíðarnar rísa smám saman upp af Búlgörsku sléttunni,
sem nær alla leið til Dónár. Miðhluti suðurhlíðanna skiptist í nokkrar
sléttur, s.s. Þrakneska sléttan. Í suðurhluta landsins eru hin breiðu
og óreglulegu Rhodope-fjöll, sem mynda landamærin að Grikklandi. Við
vesturenda þeirra, í suðvesturhluta landsins, eru Rilafjöll, sem rísa
hæst í Musalatindi (2925m), hæsta tindi Balkanfjalla. Nokkrir minni
fjallgarðar liggja meðfram vesturlandamærunum. |