Búlgaría efnahagslífið,
Flag of Bulgaria


BÚLGARÍA
EFNAHAGSLÍFIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Allt fram til ársins 1947 var Búlgaría landbúnaðarland án umtalsverðs þungaiðnaðar.  Undir stjórn kommúnista voru öll iðnfyrirtæki þjóðnýtt og rekin innan ramma fimm ára áætlana í samræmi við Sovétkerfið með fjárhagsaðstoð frá Sovétríkjunum.  Þungaiðnaður var efstur á lista ríkisstjórnarinnar.  Árið 1992 var stefnan tekin á einkavæðingu og markaðsvæðingu.  Frá miðjum sjötta áratugnum hafa nýir ferðamannastaðir við Svartahafið risið, að hluta fyrir tilstuðlan einstaklinga, til að laða að erlenda ferðamenn.  Árið 1992 var verg þjóðarframleiðsla 15,9 miljarðar US$ (1.884.- á mann).  Snemma á tíunda áratugnum var tekjuhlið fjárlaganna 8 miljarðar og útgjöld 5 miljarðar.

Landbúnaður
Samyrkjubúskapur hófst í Búlgaríu snemma á sjötta áratugnum.  Seint á níunda áratugnum voru flest býli ríkisrekin.  Einkaeign var takmörkuð við smábýli, sem voru þó undirstaða fjórðungs framleiðslunnar.  Eftir 1992 fengu fyrri eigendur jarðir sínar aftur.  Helztu afurðir búanna eru hveiti, rúgur, maís, bygg, hafrar, baðmull, tóbak, vínber, tómatar, sykurrófur, kartöflur og kál.  Snemma á tíunda áratugnum var framleiðslan 3,5 miljónir tonna af hveiti, 1,9 af maís og 59 þúsund tonn af tóbaki á ári.  Á sama tíma var tala nautgripa 923 þúsund, svína 2,7, sauðfjár 4,8 og hænsna 48,9.

Timbur og fiskveiðarHelztu skógarhöggsvæði landsins eru í grennd vi Rila-, Rhodope- og Balkanfjöll.  Snemma á tíunda áratugnum nam timburframleiðslan 4,2 miljónum rúmmetra á ári.  Fiskiðnaðurinn, sem fór að vaxa á sjöunda og áttunda áratugnum, skilaði 27.000 tonna afla á ári snemma á tíunda áratugnum.  Makríll er 65% aflans.  Niðursuða og vinnsla fara fram í Varna og Burgas á Svartahafsströndinni.

Námuvinnslan í landinu byggist aðallega á kolum.  Rúmlega helmingur kolanna er notaður í iðnaði og árleg framleiðsla (30,3 miljónir tonna eftir 1990) hefur vaxið í samræmi við auknar þarfir innanlands.  Olía fannst árið 1951 og eftir 1990 var 389.000 tunnum hráolíu dælt úr jörðu á ári.  Hrájárnsvinnsla nam 239.000 tonn á ári.  Nokkuð er unnið af kopar, sínki, blýi og náttúrugasi.

IðnaðurÁrið 1939 stóð iðnaður og byggingarstarfsemi undir fjórðungi heildarframleiðslunnar.  Snemma á tíunda áratugnum námu báðar þessar greinar 72% af vergri þjóðarframleiðslu.  Málm- og efnaiðnaður auk framleiðslu matvæla, tóbaks og vélbúnaðar eru nú meðal arðvæns iðnaðar.  Vefnaður er elzti iðnaður í landinu, sem notar aðallega innlendan dúk nema baðmull.  Framleiðsla byggingarvöru nær til  sements, múrsteina og glers.  Leðurvörur og leður- og gúmmískófatnaður hefur verið framleiddur lengi í landinu en mætir ekki eftirspurninni.  Málmiðnaður byggist aðallega á innfluttum hráefnum.  Málmgrýtið úr innlendum námum er fullunnið í landinu.  Framleiðsla vélbúnaðar hefur aukizt, einkum fyrir smærri raftæki.  Þekktasta framleiðsla landsmanna er ilmefni úr rósum til ilmvatnsgerðar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM