Bangladesh Bengalaland,
The Flag of Bangladesh

MONSÚN
MISSERISVINDAR

DHAKA     Meira

BANGLADESH
BENGALALAND, GHANA PRAJA TANTRI, BANGLADESH

Map Of Bangladesh
.

.

Utanríkisrnt.

 

Bengalaland er í Suður-Asíu, nyrzt við Bengalflóa.  Nágrannaríkin eru: Indland og Burma.  Heildarflatarmál landsins er 144.000 km². Mestur hluti landsins er láglent óshólmasvæði fljótanna Ganges og Brahmaputra.  Á strandsvæðunum eru eyjar, flæðilönd og fenjaskógar. Fjalllendi er aðeins allra suð- og norðaustast. Loftslagið er jaðartrópískt með mikilli monsúnúrkomu á sumrin.  Úrkoman, fljótin, fellibyljir og stormflóð valda reglulega miklum náttúruhamförum.

Íbúarnir eru flestir Bengalar.  Færri eru biharar og aðrir minnihlutahópar.  Heildarfjöldi íbúa er nálægt 110 milljónum, 695 á hvern km².  Fjölgunin er 2,6% að meðaltali á ári.  Lífslíkur eru u.þ.b. 48 ár og ólæsi 70%.  Vinnuaflið telur u.þ.b. 36 milljónir og 80% þesser bundið í landbúnaði. Múslimar eru u.þ.b. 80% þjóðarinnar (sunnítar), hindúar 18% og síðan koma minnihlutahópar buddhamanna, kristinna og fólks, sem er náttúrutrúar. Bengali er þjóðartungan (98%) og enska er útbreidd.  Minnihlutinn talar indó-arísk- og tíbet-búrmísk tungumál.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM