Dhaka
(áður Dacca; 4,2
millj. íb.) er höfuðborg landsins og aðalsamgöngumiðstöð.
Mógúlarnir stofnuðu hana í upphafi 17. aldar.
Þarna mun hafa verið blómleg borg á 11. öld, sem eyddist í
miklum bruna. Enn standa í
borginni margar byggingar frá dögum mógúlanna.
*Gamli
borgarhlutinn
er athyglisverðasti staður Dhaka. Hann er á norðurbakka árinnar
Buriganga. Vestast er virkið
Lalbagh (Rauði garðurinn), sem hefur aldrei verið fullbyggt eftir að
prins Mohammad Azam, sonur stór-mógúlsins Aurangzeb, lét hefja
byggingu þess árið 1678. Inni
í því er gröf Pari Bibi, dóttur mógúlavesírsins í Bengal á þeim
tíma. Austan virkisins er Chawk-basarinn (Gamlimarkaður), stórt
torg, miðja fjögurra þjóðvega.
Þarna er fjöldi basarverzlana, íbúðarhúsa og moska, m.a.
hin athyglisverða Chawkmoska frá 1676.
Það
er ekki að undra, þótt Dhaka sé kölluð „borg moskanna”, því
að þar eru u.þ.b. 700 moskur. Hinar
skoðunarverðustu eru Baitul-Mukarram, Háskólamoskan, Kar-Talab
(1709), Stjörnumoskan og Saat-Gambuz með sjö kúplum.
Það er líka fjöldinn allur af hindúamusterum í borginni.
Curzonbyggingin,
hluti háskólans í Dhaka, er sérkennileg blanda vestræns- og mógúlsstíls.
Í Dhakasafninu eru höggmyndir úr steini og málmi, tréskurðarmyndir,
málverk og myntir.
SKOÐUNARVERÐIR
STAÐIR
Narhaganji(360.000
íb.) er á bökkum árinnar Sitalakhya 16 km sunnan Dhaka.
Þar er stærsta innanlandshöfn landsins.
Óteljandi litlir bátar koma siglandi þangað með hamp í
myllurnar. Adamjee-myllan
er stærst sinnar tegundar í heiminum.
Skammt
frá Narayanganj er gamla borgin
Sonargaon,
fyrrum setur Pala-höfðingjaættarinnar, sem var þar við völd frá
7. - 10. aldar. Þar er fjöldi
bygginga og mustera frá þeim tíma.
þar er einnig alþýðulistamiðstöð og eina *alþýðulistasafn
Bengalalands.
AÐRIR SKOÐUNARVERÐIR STAÐIR
U.þ.b.
80 km suðaustan Dhaka liggja austurlandamærin að Indlandi (Tripura)
og bærinn Comilla. Skammt frá
honum eru Mainamati og Lalmai, þar sem fornleifauppgröftur fer fram.
Þessir staðir voru eitt sinn stjórnmála- og menningarlegar miðstöðvar
Bengallandanna. Rúsir
bygginga þar eru 18 km langar og teygjast yfir fjallshrygg.
Mestur hluti bygginganna er enn þá óupp-grafinn, en svæði,
sem kallast 'Salban Vihara' er aðgengilegur.
Uppgröftur fer fram í Kota Mura og Charpatra Mura, sem eru á
hernaðarlegu bannsvæði. Þar
er búið að grafa upp Buddhaklaustur og stúpur frá 7. öld, sem eru
mikið skreyttar með leirflísum.
Madhupurfrumskógurinn
(náttúruverndarsvæði; veiðikofar og veitingastaðir) er 130 km norðvestan
Dhaka.
*Sundarbans
eru frumskóga- og fenja-svæði í suðurhluta landsins, sem teygjast
langt inn á óshólma Ganges og Brahmaputra.
Þau voru fyrrum vinsælar veiðilendur, en eru nú að hluta til
vernduð (Wildlife National Park; m.a. bengaltígrar).
Aðalborgin í þessum landshluta er hafnarborgin Khulna (700.000
íb.), þaðan sem haldið er í siglingar um Sundarbanssvæðið.
Í
norðvesturhluta landsins, norðan borgarinnar Rajshahi (220.000 íb.),
er fornleifasvæðið *Paharpur með mikilu Buddhaklaustri (Vihara), sem er 320 m í þvermál.
Allranorðaustast
er borgin Sylhet á teræktarsvæði í fallegum dal árinnar Surma.
Þar er hægt að fá leyfi til að veiða smádýr.
Mynd: Bleika höllin. |