Vín Vínarborg Austurríki,

Menningin Meira  

VÍN
AUSTURRÍKI
.

.

Utanríkisrnt.

Vín, höfuđborg Austurríkis, er í 170 m hćđ.  Hún er viđ jađar Vínarskógar í norđausturjađri Alpanna á bökkum Dónár, sem er hér allt ađ 285 m breiđ.  Vín stendur á krossgötum mikilvćgra samgönguleiđa í Vínarlćgđinni.  Vín er minnsta en ţéttbýlasta sambandsríkiđ og leiđ hiđ iđnvćddasta.  Vín er stjórnmálaleg-, viđskiptaleg-, menningarleg- og andleg   miđstöđ landsins og ţar ađ auki situr ţar stjórn landsins, margar alţjóđlegar stofnanir og katólskur erkibiskup.  Snemma á öldum hafđi borgin viđ hina bláu Dóná áunniđ sér sess sem ţungamiđja í viđskiptum milli austurs og vesturs.  Ţessa hlutverks gćtir nú helzt í miklum ferđamannastraumi og alls konar alţjóđlegum fundum og ráđstefnum á öllum stigum og sviđum.  Helzta ađdráttarafl Vínar eru borgin sjálf, ýmsar menningarlegar uppákomur, sýningar o.fl.

Vínarlćgđin var byggđ fólki ţegar á frumsteinöld.  Indogermanar sóttu ţangađ úr norđri 3000-2000 f.Kr.  Frumillýrar síđsteinaldar (800 f.Kr.) urđu ađ víkja fyrir keltum (400 f.Kr.), sem sóttu fram úr vestri.  Á Leopoldsfjalli var ađ öllum líkindum keltneskur kastali.  Nálćgt 50 e. Kr. var reist víggirt herstöđ Rómverja (Vindobona Vedunia; keltn.: Wildbach) viđ Dónárlandamćrin.  Múrar hennar umgirtu ferhyrninginn milli ţverhnípis jarđfallsins og Salzgries í vestri og norđri, Rot- og Kamergasse í austri og jarđfallsins og Naglergasse í suđri.  Í ţessum herbúđum dó Mark-Aurel keisari áriđ 180 e.Kr.  Á 2.öld myndasist hér rómversk borg viđ rćtur Belvedere.  Samkvćmt ráđum Severínusar ráku ţeir Rómverjar, sem enn ţá voru ţar áriđ 487, germanina, sem komu ađ norđan, af Dónársvćđinu.

Áriđ 792 stofnađi Karl mikli Péturskirkjuna ađ loknum herferđum sínum á hendur avörum.  Áriđ 881 varđ fyrsti árekstur bćjara og Ungverja, sem sóttu fram úr austri viđ Wenia.  Stađanöfn, sem enda á -ing (Grinzing, Ottakring, Haching o.fl.) gefa til kynna, ađ bćjarar hafi sezt ţar ađ á 9. öld.  Vín sjálf var ţá ađeins ţorp á fyrrum rómversku svćđi.  Allt frá upphafi krossferđanna áriđ 1096, jókst mikilvćgi og umsvíf Vínar, sem var síđust vestrćnna borga á leiđ krossfaranna til landsís helga.  Vín varđ ađ miđstöđ viđskipta viđ Austurlönd og var viđurkennd sem borg ţegar áriđ 1137.  Heinrich II, Jasomirgotthertogi, flutti hirđ sína til borgarinnar áriđ 1156 frá Leopoldsberg og gerđi hana ađ miđstöđ yfirráđasvćđa Babenbergera í Ostmark.  Schottenklaustriđ var stofnađ áriđ 1158 utan borgarmúranna til ađ hýsa pílagríma.  Leopold V stofnađi myntsláttu í Vín áriđ 1190.  Walter von der Vogelweide bjó viđ hirđina 1194-98 og aftur fyrir 1217.  Vín dafnađi af vínrćkt og verzlun viđ Feneyjar og lönd í austri međ samgöngum á Dóná (frá 1200).  Á ţessum tíma hafđi borgin náđ ţeirri stćrđ, sem náđi yfir innri borgina til 1859.  Áriđ 1237 veitti Friđrik II keisari borginni sjálfstćđi, er hann varđist viđ síđasta Babenbergerann.  Ţegar hertoginn snéri aftur til Vínar áriđ 1239, fékkst ekki stađfesting hans á ţessu.  Ottokar II Bćheimskonungur var viđ völd í Vín 1251-1276 og efldi hann borgina mjög.

Húmanisminn og endurreisnarskeiđiđ voru uppgangstímar fyrir andlegt líf borgarinnar og listir. Ferdinand I bćldi niđur frelsishreyfingu áriđ 1522 međ ţví ađ taka af lífi borgarstjóra Sieben-bürgen og afnam sjálfstjórn borgarinnar 1529.

Vínarbúar vörđust árásum og umsátrum Tyrkja frá 22. september til 15. oktober áriđ 1529 undir stjórn Niklas Salm greifa.  Áriđ 1551 komu fyrstu jesúítarnir til borgarinnar.  Frá 1559 var Vín ađsetur ríkisstjórnarinnar og frá 1612 fast ađsetur keisarahirđarinnar.  Í byrjun 17. aldar voru 25.000 íbúar í Vín.

Melchior Khlesl, biskup frá 1598, barđist helzt gegn siđbótinni, sem Ferdinand II  bćldi endanlega niđur af í 30 ára stríđinu.  Ţá munađi minnstu, ađ Vín félli fyrir Bćheimi, Ungverjum og Svíum í 5 skipti.

Frumbarokbyggingar einkenna tímaskeiđ gagnsiđbótarinnar og rómverskra áhrifa hennar gćtti mjög.  Á áratugnum 1620-30 voru stofnuđ 8 klaustur í Vín.  Áriđ 1679 geisađi svartidauđi og lagđi 12.000 manns ađ velli (sbr. ţjóđlagiđ: "Ach, du lieber Augustin").

Tyrkir sátu enn á ný um Vín frá 14. júlí til 12. september 1683.  Ţeir höfđu 200.000 manna liđ undir stjórn Kara Mustafa stórvesírs.  Ernst Rüdiger greifi var til varnar í borginni međ 11.000 hermenn og 5.000 sjálfbođaliđa.  75.000 manna hjálparliđ úr keisarahernum, frá Saxlandi, Franken, Bćjaralandi, Schwaben og Póllandi undir stjórn Karls hertoga af Lótringen (ađ nafninu til undir stjórn Johann Sobieski, Póllandskonungs) frelsađi borgina frá Kahlenberg. 

Eftir ađ Tyrkjaógnuninni hafđi veriđ bćgt frá ţróađist Vín í glćsilega barokborg í samrćmi viđ stöđu sína sem höfuđborg ríkisins.  Um 1700 voru íbúar nálćgt 100.000.  Áriđ1686 voru fyrstu "Feuerknechte" ráđnir til starfa og 1688 voru u.ţ.b. 2000 ljósker á götum borgarinnar.  Í úthverfunum, ţar sem margir ađalsmenn höfđu reist sér hallir, var reistur varnarmúr gegn uppreisnargjörnum Ungverjum ađ undirlagi Eugen prins.  Múrinn var einnig tollmúr til 1893.

Áriđ 1703 kom ţing fyrst saman.  Listir og vísindi efldust mjög.  Áriđ 1722 varđ biskupsdćmiđ sett undir erkibiskup í Vín.

María Theresía (1740-1780) og Josef II (1780-1790) gerđu umbćtur á stjórnskipan og ríkisumsvifum, sem komu borginni vel, ţótt hún tapađi ţví, sem eftir var af sjálfsforrćđi sínu 1783.

Hiđ ástríđufulla dálćti, sem Vínarbúar höfđu á tón- og leiklist, tengdi Gluck, Haydn, Mozart og Beetoven föstum böndum viđ borgina.

Í valdatíđ Franz I lauk höfuđborgarhlutverki Vínar í "Hinu heilaga rómverska ríki hinnar ţýzku ţjóđar".  Um 1800 voru íbúarnir orđnir 230.000.  Árin 1805 og 1809 var borgin umsetin Frökkum (Napoleon) um skamma hríđ.  Metternich fursti gerđi borgina ađ ţungamiđju evrópskra mála á Vinarfundinum 181471815 og nćstu áratugi međ viđbrögđum gegn hreyfingum í frjálsrćđisátt svo og ţjóđernislegum hreyfingum.  Hljóm- og myndlist áttu blómaskeiđ (Biedermeier).  Áriđ 1831 var Dónárgufuskipafélagiđ stofnađ og 1837 komust fyrstu járnbrautarsamgöngur á (Die Nordbahn).

Veldi Metternichs leiđ undir lok í hinni blóđugu marzbyltingu 1848.  Á ríkisárum Franz Josef (1848-1916) fékk Vín sjálfstćđi og tćkniţróun varđ mjög ör.  Áriđ 1850 voru úthverfi Vínar, allt ađ hringmúrnum, innlimuđ.

Núverandi svipur borgarinnar skapađist ađ mestu leyti á blómaskeiđi bygginga á árunum 1858-68.  Áriđ 1865 var fyrsti skeđvöllurinn opnađur og áriđ 1873 var fyrsta kaldavatnsleiđslan frá fjallalindunum tekin í notkun.  Íbúafjöldinn var 431.000 áriđ 1851 og eftir innlimun svćđa 11-19 alls 1.365.000.  Áriđ 1910 var íbúafjöldinn orđinn 2.032.000.

Ađ lokinni fyrri heimsstyrjöldinni átti Vín, sem var áđur höfuđborg ríkis međ 50 milljónir íbúaf af 12 ţjóđernum, erfitt međ ađ viđhalda menningarlegri stöđu sinni.  Vín varđ sambandsríki áriđ 1920.

Afleiđingar uppgangs nazista og síđari heimsstyrjaldarinnar urđu borginni einnig erfiđar í skauti, en lífsseiglan og undirritun ríkissamningsins viđ bandamenn urđu til ţess, ađ allir erfiđleikar voru yfirunnir.

Í Vín eru nú ýmsar alţjóđlegar stofnanir, s.s. kjarnorkumálastofnunin (IAEA), iđnţróunarstofnun S.ţ. (UNIDO), samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) og alţjóđahljómlistarmiđstöđ S.ţ. (IMZ).

Íbúar Vínar eru ađ mestu af bćversku bergi brotnir og hafa lítt blandast öđrum.  Borgin lađađi ađ sér afburđafólk á ýmsum sviđum frá Alpalöndunum og Súdetahéruđunum.  Frankneskra og svabískra áhrifa gćtti snemma.  Slavar, Niđurlendingar og Ítalar, sem fylgdu hirđum Babenbergera og ţó einkum Habsborgara, sömdu sig ađ ţýzka menningarstílnum og frjóvguđu hann.    Á ţessum grunni ţróađist smekkur Vínarbúa fyrir formi og fegurđ, eđlilegt viđmót, forvitni og glađvćr lífsstíll, sem gat einnig tekizt á viđ mótlćti.  Í lifsgleđi Vínarbúa er ađ finna jafnvćgi milli hins andlega og veraldlega.  Fyndni Vínarbúa er hvöss, en ekki banvćn.  Hin nánu tengsl borgarinnar viđ náttúruna og atvinnulíf koma fram í fari íbúanna og líka í listinni.  Eitt einkenni Vínarbúa er ađ hafa allt á hornum sér og nöldra mikiđ ("Das Raunzen" = nörgeln).

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM