Sómalía,

MOGADISHU     Meira

SÓMALÍA

Map of Somalia
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Sómalía er ríki í Horn Afríku, 637 þúsund km² að flatarmáli.  Lega þess milli Afríku sunnan Sahara og arabalanda og Suðvestur-Asíu er stjórnmálalega mikilvæg.  Norðan landsins er Adenflói, Indlandshaf í austri, Kenja og Eþíópía í vestri og Djibouti í norðvestri.  Höfuðborgin er Mogadishu. Landið er erfitt ábúðar.  Þar ríkir mikill þurrkur og hiti og landslagið einkennist af þryrnirunnasteppum og hálfeyðimörkum.  Íbúarnir hafa lagað sig að þessum aðstæðum og lifa hirðingjalífi.  Sómalar, sem eru múslimar, eru jafnréttissinnaðir og frelsiselskandi fólk, sem tortryggir stjórnvöld.  Á nýlendutímanum drógu nýlenduveldin landamæralínurnar og skildu marga Sómala eftir í Djibouti, Eþíópíu og Kenja og enn þá er deilt um þessa ráðstöfun.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM