Scheychelles eyjar meira,

ÍBÚARNIR SAGAN TÖLFRÆÐI  

SEYCHELLES EYJAR
MEIRA

Map of Seychelles
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Scheychelleseyjaklasin nær yfir tvær samstæður eyja, Mahé með 40 miðlægar graníteyjar og 70 ytri og flatlendar kóraleyjar.  Eyjar Mahé-klasans eru klettóttar með mjóum strandlengjum umhverfis granítkletta.  Þær eru þaktar þéttvöxnum hitabeltisgróðri og neðan klettabeltanna eru drifhvítar sandstrendur.  Kóraleyjarnar eru lágreistar og stöllóttar.  Flestar þeirra eru ferskvatnslausar og fæstar byggðar.  Á þeim ríkir úthafs-hitabeltisloftslag með litlum hitafarsbreytingum allt árið (23°C síðdegis og 23°C um nætur) og úrkoman er breytileg milli eyja.

Á Mahé er meðalársúrkoman í kringum 2300 mm við sjávarmál en 3560 mm í fjallahlíðunum.  Rakastigið er ævinlega hátt en þolanlegra áveðursmegin (suðaustanvindar ríkjandi).  Meðal villtra dýra á eyjunum eru risaskjaldbökur og grænar sjóskjaldbökur.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM