Scheychelles eyjar sagan,

Booking.com


SEYCHELLES EYJAR
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Árið 1609 fer fyrst sögum af lendingu á eyjunum.  Þar var á ferðinni leiðangur Brezka Austur-Indíafélagsins.  Frakkinn Lazare Picault kannaði eyjaklasann 1742 og 1744 og hann var formlega gerður að frönsku yfirráðasvæði 1756.  Upphaflega nafn eyjanna var Séchelles en Bretar breyttu því í Seychelles.  Styrjöld milli Breta og Frakka varð til þess að hinir síðarnefndu afsöluðu sér eyjunum til Breta árið 1810 og afsalið var staðfest á Parísarfundinum 1814.  Afnám þrælahalds á fjórða áratugi 19. aldar olli skorti á vinnuafli hjá evrópsku landnemunum og þeir urðu að hætta að rækta baðmull og korn og snúa sér að ræktun kókospálma, vanilla og kanel.  Árið 1903 urðu eyjarnar brezk krúnunýlenda.  Árið 1948 var komið á fót löggjafarþingi með kjörnum fulltrúum.  Árið 1970 fengu eyjaskeggjar nýja stjórnarskrá og almennan kosningarétt og stjórnarráð með kjörnum fulltrúum.  Eyjunum var veitt sjálfstjórn árið 1975 og sjálfstæði næsta ár sem aðila að Brezka samveldinu.  Árið 1975 var mynduð samsteypustjórn undir forystu France-Albert René og James R. Mancham var kosinn forseti landsins.  Árið 1977 varð René forseti eftir valdarán.  Árið 1979 breytti hann stjórnarskránni og eftir það ríkti einsflokksstjórn sósíalista.  Snemma á tíunda áratugnum sáust merki um breytingar í lýðræðislegri átt.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM