Rúanda meira,

ÍBÚARNIR NÁTTÚRAN TÖLFRÆÐI  

RÚANDA
MEIRA

Map of Rwanda
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Landslag Rúanda svipar til Sviss, væri það í hitabeltinu.  Ægifagrir fjallabálkar frá norðri til suðurs og mynda skilin milli Kongófljóts og Nílar.  Frá eldfjöllum Virungafjalla í norðvestri (Karisimbi 4507m) lækkar landslagið niður í 1220 m í mýrlendum dal Kageraárinnar í austri.  Uppi á hálendinu er öldótt landslag, sem lækkar niður í lægðina meðfram Kivuvatninu.

Flest vatnsföll landsins eru austan vatnaskila ánna Kongó og Nílar, þótt affall Kivuvatns, áin Ruzizi, renni annars staðar til Tanganyikavatns.  Áin Kagera er mest vatnsfalla austan vatnaskilanna og myndar mestan hluta landamæranna að Burúndí og Tansaníu.

Bezti jarðvegur landsins er blanda eldfjallaafurða og árframburðar.  Hann finnst aðallega í norðvesturhlutanum og í lægri hlutum árdalanna.  Annars staðar er helzt að finna myndbreytt berg, sem er víðast ófrjósamur jarðvegur.  Samspil mikillar úrkomu og skógareyðingar hefur valdið gífurlegri jarðvegseyðingu, sem kostar mikla fjármuni og tíma að leiðrétta.

Hæð landsins yfir sjó skýrir að mestu mildan hita á hálendinu inni í landi, u.þ.b. 21°C að meðaltali á ári í Kigali.  Talsverður munur er engu að síður milli landshluta.  Á eldfjallasvæðinu í norðvesturhlutanum er meðalhitinn lægri og mikil úrkoma en á hásléttunum er mun þurrara og heitara.  Meðalársúrkoma þar er í kringum 1140 mm og rigningar gætir mestan hluta ársins nema um stuttan þurrkatíma á sumrin.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM