Rúanda íbúarnir,

Booking.com


RÚANDA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Þótt landið sé mjög þéttbýlt í heildina tekið, búa flestir íbúarnir dreift.  Rúmlega 90% þeirra búa í sveitunum í fjölskyldu- og ættingjaþorpum.  Höfuðborgin Kigali var lítið þorp, þegar landið fékk sjálfstæði (1962) en er orðin stærsta borg landsins.

Líkt og í Búrúndí eru flestir íbúarnir af kyni hutu- og tutsimanna (90% og 10%).  Einnig verður að nefna smáhóp twa-hirðingja (veiðimenn og safnarar), sem telja innan við 1% og aðrir minnihlutahópar eru Evrópumenn (aðall. trúboðar og embættismenn), asískir kaupmenn og swahilimælandi Afríkumenn frá Tansaníu og Kongó (Kinshasa).

Tutsimenn eru yfirleitt hærri og ljósari yfirlitum en hutumenn en mikil blöndun þessara þjóðflokka dregur úr möguleikum til að finna fólk með áberandi séreinkenni.  Tutsiminnihlutinn náði yfirtökunum í efnahags- og stjórnmálalífinu í krafti hefða sinna en í byltingunni, sem snéri dæminu við, voru 300 þúsund þeirra reknir úr landi.   

Opinber tungumál landsins eru franska og rwanda (kinyarwanda), sem er bantutunga, náskyld rundi, þótt einugis smáhluti þjóðarinnar tali frönsku.  Swahili er víða talað í borgum og er enn þá aðalsamneytistungan við íbúa nágrannaríkjanna.

Kristnin hefur hvergi annars staðar í Afríku haft eins mikil áhrif og í Rúanda.  Bylting hutumanna byggðist á kenningum evrópskra presta um jafnræði og katólskir skólar voru uppeldisstöðvar leiðtoga þeirra.  Næstum tveir þriðjungar landsmanna eru katólskir.

Fólksfjölgun er óvíða meiri í Afríku en í Rúanda.  Hún er langt yfir mörkum þess, sem er hægt að leggja á landið til að brauðfæða alla íbúana og opinber fjölskyldustefna er ekki til í landinu.  Næstum helmingur þjóðarinnar er yngri en 16 ára og barnadauði er einn hinn mesti í Afríku.  Hutuflóttamenn frá Búrúndí, sem búa í landinu, eru u.þ.b. 600 þúsund talsins.  Flestir þeirra flúðu í þjóðarmorðunum 1972, þegar allt að 150 þúsund þeirra var slátrað í hreinsunum tutsimanna.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM