Rwanda
er landlukt ríki sunnan miðbaugs í austanverðri Mið-Afríku, 26.338
km² að flatarmáli. Vestan
þess er Kongó (Kinshasa) og Kivuvatn, í norðri er Úganda, í austri
er Tanzanía og í suðri er Búrúndí.
Höfuðborgin er Kigali. Þetta
litla land er mjög þéttbýlt og fátækt er gífurleg.
Það deilir sögu og örlögum með Búrúndí, því bæði löndin
voru konungsdæmi á öldum áður.
Konungsríkið
í Búrúndí leið undir lok vegna uppreisnar hutumanna, sem eru í
miklum meirihluta í landinu, áður en landið fékk sjálfstæði en í
Rwanda gerðu bændur uppreisn. |