Kigali, höfuðborg
Rwanda, er í miðju landi við Ruganwaána. Hún varð miðstöð verzlunar
eftir 1895 á nýlendutíma Þjóðverja og eftir að Belgar tóku við varð hún
héraðshöfuðborg (1919-62). Landið fékk sjálfstæði 1962. Borgin stendur
á fjórum hæðum og þar er múslimahverfi. Norðaustan hennar er
fátækrahverfi og suðaustantil er iðnaðarhverfi (skófatnaður, málning,
útvarpstæki og litun). Fyrirtæki, sem stunda tinnám, eru í borginni.
Vegakerfið er að hluta með slitlagi og tengir hana við alla staði á
leiðum til allra landamæra landsins. Í borginni er tækniháskóli og utan
hennar er millilandaflugvöllur. Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 233
þúsund. |