Líbería
er ríki í Vestur-Afríku, 99.067 km² að flatarmáli.
Norðvestan þess er Sierra Leone, Guinea í norðri, Fílabeinsströndin
í austri og Atlantshafið í suðri og vestri. Hafnarborgin
Monróvía er höfðborg landsins.Líbería er eina ríkið byggt
svertingjum í Afríku, sem hefur aldrei verið nýlenda og er elzta lýðveldið
á meginlandinu. Árið 1973
stofnuðu Líbería og Sierra Leone Mano-sambandið um samstarf í
efnahagsmálum. Guinea gerðist
aðili árið 1980. |